Áhrif á landslag

Við undirbúning skipulagsáætlana og framkvæmda er mikilvægt að meta áhrif á landslag. Mannvit hefur þróað aðferð við landslagsgreiningu og mat á áhrifum á landslag. Aðferðarfræðin tekur að miklu leyti mið af aðferðum sem beitt hefur verið á Bretlandseyjum. Þar hafa stofnanir eins og The Landscape Institute og Institute of Environmental Management & Assessment lagt í mikla vinnu við að móta aðferðir við mat á landslagi síðasta aldarfjórðunginn (Swanwick & Land Use Consultants, 2002). Þar er þeim beitt jafnt á umhverfismati skipulagsáætlana og við mat á umhverfisáhrifum framkvæmda. 

Landscape Analysis and Assessment Services - Mannvit.is

Aðferðarfræðin sem er beitt hjá Mannviti er sýnd á myndinni hér til hliðar. Við flokkun lands í landslagsheildir er stuðst við ákveðna þætti sem mynda það landslag sem leggja á mat á hverju sinni. Þessir þættir eru: 

  • Landslag
  • Gróðurfar
  • Vatnafar
  • Landnotkun
  • Landform

 

Framangreindir þættir eru bornir saman og lagðir yfir hvern annan í landupplýsingakerfi. Allt landsvæðið er flokkað niður í landslagsheildir. Í hverri landslagsheild eru ákveðnir ráðandi þættir sem móta stærð og lögun heildarinnar, til að mynda fjallgarðar, hólar eða hryggir. Eftir að flokkun landslagsheilda liggur fyrir er hún staðfest með vettvangsskoðun og lagfæringar gerðar ef þarf. Niðurstaða greiningarinnar er sett fram í greinargerð og á einföldum kortum.

Við flokkun landslags á áhrifasvæði fyrirhugaðra framkvæmda eða áætlana er hverri landslagsheild gefið gildi. Greind eru áhrif framkvæmdarinnar á sem ráðast m.a. af umfangi áhrifanna og taka mið af gildi landslagsheildarinnar. 

undefined

Mat á áhrifum á landslag er mikilvægur þáttur í mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og skipulagsáætlana. 

Tengiliðir

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Guðrún Birna Sigmarsdóttir

Landslagsarkitekt M.Sc., Umhverfismál og sjálfbærni

gudrunbirna@mannvit.is

+354 422 3368