Áreiðanleikakönnun

Við skiljum mikilvægi þess að draga úr áhættu fjárfesta áður en ákvörðun er tekin um framkvæmd verkefnis. Mannvit býður upp könnun á áreiðanleika verkefnis eða framkvæmdar. Óháð áreiðanleikakönnun inniheldur kostnaðaráætlun samkvæmt viðurkenndum stöðlum sem er í takt við raunkostnað,  sérfræðirýni gagna, áhættugreiningu, ásamt yfirgripsmiklu mati á verkefni, á ákveðnum hluta eða ákveðnu framkvæmdastigi verkefnis.

Framkvæmdaraðilar og fjárfestar geta treyst á óháð mat Mannvits á öllum forsendum hönnunar til að draga úr áhættu. Nákvæm greining veitir aukið gagnsæi og auðveldar ákvarðanatöku vegna fjárfestinga.

verkefnastjórnun.jpg

Sú þjónusta sem er í boði er m.a. :

  • Áreiðanleikakönnun á vinnslutækni og mati á stærð jarðhitasvæða.
  • Mat á því hvort í hugmyndinni leynast stórir vankantar (e. Fatal-flaw analysis)
  • Mat á því hvort uppsetning verkefnis henti og hvort forhönnun sé í samræmi við hönnunarforsendur.
  • Áhættumat, áhættugreining og forgangsröðun áhættuþátta. Við bjóðum einnig upp á að gera tillögu um úrbætur og eftirfylgni til að draga úr líkum á neikvæðum afleiðingum.  Með þessu er hægt að finna áhættuþættina tímanlega og lágmarka áhrifin sem þeir geta haft á verkið.
  • Kostnaðaráætlun með greinagóðum upplýsingum um grundvöll áætlunar. Líkindamat á tímaáætlun og kostnaði ásamt mati á ófyrirséðum kostnaði.
  • Tímaáætlun með skilgreindum vörðum.
  • Óháð áreiðanleikakönnun hvar sem er á líftíma verkefnis.
  • Söfnun og/eða rýni á tæknikröfum, vottorðum, leyfum og leyfisskyldu.
  • Breytingarstjórnun með áherslu á stefnu og forgangsröðun verkkaupa. Breytingarstjórnun veitir betri yfirsýn yfir þær breytingar sem verða á umfangi verkefnisins á verktíma. Nákvæm skráning á umfangi verksins og þeim breytingum sem samþykktar eru hverju sinni, stuðlar að því að einungis er unnið það sem verkkaupi ætlast til að sé unnið.
  • Mat á umhverfisáhrifum,  umhverfisstjórnun, leyfisveitingar og rannsóknir.
  • Framvindueftirlit sem veitir upplýsingar um unnið virði (earned value) og hvar verkefnið er statt miðað við tímaáætlun og raunnotkun vinnustunda. Framvindueftirlit er einnig notað sem kostnaðareftirlit sem stuðlar að aukinni arðsemi verkefna.

 

Óháð áreiðanleikakönnun á framkvæmd eða verkefni í heild dregur úr áhættu og aðstoðar fjárfesta og lánveitendur við ákvarðanatöku.