
Námskeið fyrir vinnuverndarfulltrúa
Mannvit hf. og Vinnuvernd ehf. standa fyrir tveggja daga ...
Mannvit veitir atvinnurekendum alhliða ráðgjöf og þjónustu til að uppfylla ATEX reglugerð. Mannvit hefur víðtæka reynslu af skilgreiningu áhættusvæða; gerð verklagsreglna, gátlista og leiðbeininga; framkvæmd áhættumats fyrir vinnustaði með sprengifimt andrúmsloft; gerð skriflegra greinagerða um sprengivarnir; val á búnaði, ráðgjöf við uppsetningu, úttekt og eftirlit.
ATEX stendur fyrir sprengifimt andrúmsloft (ATmosphéres EXplosives á frönsku) og svokölluð ATEX tilskipun Evrópusambandsins lýsir leyfilegum vinnuaðstæðum og kröfum til búnaðar þar sem sprengifimt andrúmsloft er til staðar eða getur myndast.
Tilskipunin var innleidd á Íslandi með reglugerð nr. 349/2004 og ber vinnuveitendum að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna samkvæmt henni hvar sem sprengifimt andrúmsloft getur myndast.
Mannvit veitir atvinnurekendum aðstoð við að uppfylla öll ákvæði ATEX reglugerðar. Mikilvægt er að þessi vinna sé framkvæmd eins fljótt og kostur er til að tryggja öryggi og minnka kostnað til lengri tíma vegna nauðsynlegra breytinga og kaupa á búnaði.
Sprengihætta getur m.a. myndast á eftirfarandi vinnustöðum:
Vegna brennanlegra gastegunda:
Vegna eldfimra vökva:
Vegna ryks úr brennanlegu efni:
Mikilvægt er að fram fari áhættumat á sprengihættu, áhættusvæði séu skilgreind og að skriflegar verklagsreglur og leiðbeiningar séu aðgengilegar til að tryggja öryggi og heilsu starfsmanna á vinnustöðum þar sem hætta er á sprengifimu andrúmslofti.
Vélaverkfræðingur M.Sc., Vélbúnaður og efnaferli
sigurdurp@mannvit.is
+354 422 3259