Bergtækni

Mannvit annast víðtæka bergtækniráðgjöf vegna mannvirkjagerðar. Þar má nefna jarð- og berggrunnsathuganir, jarðfræðikortlagningu, grunnvatnsmælingar, borrannsóknir, berggæðamat, bergfærslumælingar, mat á styrkingum, ástandskannanir jarðganga, bergþéttingar auk eftirlits og hönnunar á mismunandi mannvirkjum í bergi.

Jarð- og berggrunnsathuganir eru nauðsynlegur þáttur fyrir mannvirkjagerð. Kortleggja þarf gerð og þykkt jarðlaga og berggrunns, kanna sprungur og misgengi, mæla stöðu grunnvatns, mæla lekt bergs, gera nauðsynlegar prófanir á bergi og meta styrkingaþörf bergs.

Rannsóknir og prófanir eru gerðar á bergi til að meta styrk, þéttleika, stífleika og stæðni bergs fyrir grundun mannvirkja, bergfestur, bergskeringar, bergþéttingar o.fl. Rannsóknarstofa Mannvits gegnir einnig stóru hlutverki við prófanir á tæknilegum eiginleikum bergs, eins og til dæmis brotþoli, togþoli, fjaðurstuðli, rúmþyngd, holrýmd o.fl.

Mannvit veitir sérfræðiráðgjöf vegna grjótnáms til vinnslu og brim- og rofvarna. Í þessu felast þættir eins og kortlagning, berggæðamat, ráðgjöf um sprengiaðferðir, stærðardreifingarmat og grjótvinnsluspár.

Bergtækni Grjótnáma

Mannvit hefur víðtæka reynslu á sviði jarðgangagerðar og vatnsaflsvirkjana.  Sérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu við hönnun, bergtækniráðgjöf og eftirlit með gerð jarðganga og annarra neðanjarðarmannvirkja hér á landi og erlendis.

Dæmi um veggöng sem Mannvit hefur komið að síðastliðin 20 ár:

  • Fáskrúðsfjarðargöng
  • Héðinsfjarðarheiðargöng
  • Göng undir Almannaskarð
  • Bolungarvíkurgöng
  • Norðfjarðargöng
  • Vaðlaheiðargöng
  • Húsavíkurhöfðagöng
  • Dýrafjarðargöng
  • Ellingsøy-, Valderøy- og Godøytunnel, neðansjávargöng í Noregi
  • Austureyjar- og Sandeyjargöng í Færeyjum

Dæmi um neðanjarðarmannvirki í tengslum við vatnsaflsvirkjanir sem Mannvit hefur komið að:

- Ráðgjöf og verkhönnun á aðrennslisgöngum Búðarhálsvirkjunar.
- Rannsóknir, bergtæknihönnun á aðgöngum og frárennslisgöngum Hvammsvirkjunar í Neðri Þjórsá.
- Rannsóknir, bergtæknihönnun á frárennslisgöngum Urriðafossvirkjunar í Neðri Þjórsá.
- Eftirlit með byggingu Búrfellsvirkjunar II, þ.m.t. bergtækniráðgjöf og styrkingamat á skurðum, skeringum, jarðgöngum og neðanjarðarhvelfingum.
- Eftirlit með byggingu Kárahnjúkavirkjunar í Fljótsdal, yfirumsjón með bergtækni og styrkingarmati. Reglubundnar ástandsskoðanir allra neðanjarðarmannvirkja Kárahnjúkavirkjunar eftir framkvæmdatíma.

Jarðgrunns- og berggrunnsathuganir eru grunnþáttur í mannvirkjagerð og forsenda þess að vel takist til við mat á grundunarskilyrðum, mat á þörf bergþéttinga, stæðnimat skeringa, mat á styrkingaþörf og efnisnýtingu bergs.

Mannvit getur gert ýmsar prófanir til að meta styrk og gæði bergs og túlkað niðurstöður rannsókna til að ákvarða hönnunarforsendur og grundunarskilyrði og fyrir mat á stæðni bergs og styrkingarþörf skeringa ýmissa mannvirkja.  Eftirfarandi eru nokkur dæmi:

Tengiliðir

Matthías Loftsson

Jarðverkfræðingur M.Sc.

ml@mannvit.is

+354 422 3090

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092