BIM hönnun

Við hönnun í mannvirkjagerð hefur Mannvit tileinkað sér og notast við stafræna tækni (BIM) um árabil, en Háskólinn í Reykjavík og Harpa voru meðal fyrstu verkefna á Íslandi sem nýttu sér þessa tækni. Mannvit, sem hluti af samstarfinu BIM Ísland, leggur metnað í að stuðla að innleiðingu stafrænnar tækni í mannvirkjagerð og innleiðingar BIM aðferðafræðinnar.

BIM (e. Building Information Modeling) er aðferðafræði sem hefur það markmið að auka samverkun og miðlun upplýsinga við mannvirkjagerð. Notkun BIM í mannvirkjagerð byggir á uppsetningu samræmds þrívíðs módelumhverfis af byggingareiningum sem innihalda upplýsingar um eiginleika eininganna og nýtist í gegnum líftíma verkefnisins, allt frá upphafi hugmyndar, til hönnunar og framkvæmdar og til möguleika á reksturs mannvirkisins til framtíðar.

Með BIM opnast möguleikar til frekari hagræðingar með hliðsjón af sjálfbærni og rekstri mannvirkja til framtíðar og stuðla þannig að samfélagslegri ábyrgð. Leitast er við að auka gæði hönnunar og þjónustu með því að auðvelda upplýsingaflæði og ákvarðanatöku á öllum stigum verkefna og með því stuðla enn frekar að hagkvæmni í verkefnum m.t.t. kostnaðar og verktíma.

BIM Mannvirki

Ávinningur af BIM í verkefnum

- Aukin samræming og gæði hönnunar

- Lágmörkun áhættu m.t.t. árekstra og áætlana

- Bætt breytingastjórnun og aukin yfirsýn á hönnunartíma

- Bætt samskipti og miðlun gagna og upplýsinga

- Möguleiki á tengingu við gagnagrunna og númerakerfi

- Hagræðing á rekstri mannvirkis til framtíðar

Notkun BIM í verkefnum getur verið með margvíslegum hætti, og hefur Mannvit tileinkað sér og lagt til grunns þá aðferðafræði sem BIM byggir á og leitast við að skilgreina notkun þess í mismunandi verkefnum.

Grunnþættir í BIM:

  • BIM hönnunarstjórnun
  • Framsetning samsettra faglíkana
  • Samræming og árekstrargreining líkana
  • Gerð BIM aðgerðaáætlana

Til að stuðla enn frekar að og auðvelda samvinnu í BIM umhverfinu býður Mannvit aðgang að skýþjónustu í vefvafra þar sem veita má öllum hagsmunaaðilum verkefnis aðgang að uppfærðum hönnunarlíkönum, hvort sem er á hönnunar- eða framkvæmdastig.

„Það ferli að hanna og stjórna upplýsingum framkvæmdar, með því að búa til sýndarveruleika af framkvæmd verkefnis og geta deilt þeim upplýsingum á milli aðila á rafrænu formi.“

Dæmi um aðra BIM þjónustu

  • Gerð reyndarlíkana og hönnunarlíkana
  • Hönnunarrýni
  • Kostnaðarmat
  • Framkvæmdaáætlanir
  • Þrívíddarskannanir
  • Greiningar í líkönum

 

Mannvit er bakhjarl BIM Ísland sem hefur að markmiði að innleiða notkun samhæfðra upplýsingalíkana við undirbúning, hönnun, byggingu og rekstur opinberra mannvirkja á Íslandi til að auka gæði hönnunar og nákvæmni upplýsinga um mannvirkið og ná með því fram lægri byggingar- og rekstrarkostnaði.

Tengiliðir

Árni Viðar Björgvinsson

CAD/BIM sérfræðingur, lagnir og loftræsting

arnivb@mannvit.is

+354 422 3071

Jón Sigurðsson

Véliðnfræðingur , lagnir og loftræsting

jos@mannvit.is

+354 422 3115

Þröstur Helgason

Fagstjóri rafmagns og upplýsingatæknisviðs

throstur@mannvit.is

+354 422 3425

Andri Martin Sigurðsson

Byggingartæknifræðingur, Burðarvirki

andrims@mannvit.is

+354 422-3611

Play

Hvað er BIM? - Autodesk video