Borholumælingar

Mannvit annast hita- og þrýstimælingar með dýpi (T&P) í borholum fyrir ýmsa aðila. Einnig höfum við undirbúið og haft umsjón með uppsetningu á varanlegum hita- og þrýstinemum (djúpnemum) í borholur undir þrýstingi, á háhitasvæðum. Mannvit hefur einnig sett upp sjálfvirkt eftirlit með rúmmáli borleðju við borun, annast mælingar á rennsli vatns úr borholum við dæluprófanir á lághitasvæðum og fylgst með áhrifum dælingar á grunnvatnsborð. Þá bjóðum við einnig langtíma eftirlit með forðabreytingum í lághitakerfum, sem nýtt eru til heitavatnsvinnslu.

Mannvit hefur hannað og fjárfest í spili til borholumælinga auk sérhæfðs sírita með hita- og þrýstinema, sem þolir allt að 350°C hita. Á spilið má setja allt að 5 km langan vír til mælinga í borholum. Spilið er einnig notað við niðursetningu á djúpnemum.

 

Meðal verkefna:

  • T&P mælingar í borholum HS Orku, Landsvirkjunar og hitaveitu Flúða.
  • Síritun hita og þrýstings í jarðhitageymi með djúp- og holutoppsnemum, fyrir HS Orku.
  • Umsjón með dæluprófunum og mælingum á lághitasvæðum í Klamath Falls, Oregon.
  • Eftirlit með borleðju við borun í Szentlőrinc í Ungverjalandi.
Borholumaelingar 2

Mannvit framkvæmir borholumælingar auk síritunar með hita- og þrýstinema sem þolir allt að 350°C hita. 

Borholumælingar eru hluti af þjónustu við vatnamælingar.

 

Tengiliðir

Sverrir Óskar Elefsen

Fagstjóri, Vatnsaflsvirkjanir

soe@mannvit.is

+354 422 3018

Lilja Oddsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

liljao@mannvit.is

+354 422 3062

Sif Guðjónsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

sif@mannvit.is

+354 422 3255

Bjarki Guðjónsson

Rafmagnstæknifræði, Vatnsaflsvirkjanir

bjarkig@mannvit.is

+354 422 3290

Jón Bergur Helgason

Véla- og orkutæknifræðingur B.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

jonbergur@mannvit.is

+354 422 3192