
Þurfa fyrirtæki að huga að sjálfbærni? - Hlaðvarp
Hvernig má innleiða aukna sjálfbærni í rekstur fyrirtækja...
Mannvit hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hönnun burðarvirkja og leitast við að samræma kröfur um útlit og hagkvæmni.
Burðarvirki er hvarvetna að finna, s.s. í húsbyggingum, brúar- og vegamannvirkjum, orku- og iðnaðarmannvirkjum. Boðið er upp á heildstæða ráðgjöf jafnt fyrir hefðbundin burðarvirki sem og þau er teljast óvenjuleg eða nýstárleg.
Ávallt er beitt nýjustu tækni í hönnunarferlinu enda fylgjast sérfræðingar okkar vel með þróun fagsins og taka virkan þátt í að innleiða nýjungar á byggingarmarkaði. Jafnframt er lögð áhersla á gott samstarf við verkkaupa og aðra fagaðila til að tryggja sem bestan árangur.
Ferlið nær allt frá undirbúningi að fullnaðarhönnun og getur falið í sér hönnun, útboð og eftirlit. Gerð kostnaðar- og verkáætlana er mikilvægur hluti þjónustunnar og þar gegnir verðbanki Mannvits mikilvægu hlutverki.
Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM)
Mannvit býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af BIM þrívíddarhönnun og gerð upplýsingalíkana af burðarvirkjum og lagnakerfum. Stærstu verkefnin sem unnin hafa verið á síðustu árum á þessu sviði eru fangelsið á Hólmsheiði, brýr í Þrándheimi, metanólverksmiðja CRI í Svartsengi, nýbygging HR við Nauthólsvík og Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn. Mannvit hefur einnig hannað og teiknað í BIM nokkrar stórar verslunarbyggingar s.s. Korputorg, Toyota í Kauptúni og Lindir í Kópavogi.
Helsti hugbúnaður sem notaður hefur verið við gerð upplýsingarlíkana (BIM) hjá Mannviti er:
Verkefni á sviði burðarvirkja eru m.a. Toyota Kauptúni, gagnaver Verne, verslunarhúsnæðið Lindir, Harpa, HR og fjölmargar vatnsaflsvirkj
Byggingarverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir
torfigs@mannvit.is
+354 422 3702