Burðarvirki

Mannvit hefur víðtæka reynslu og þekkingu á hönnun burðarvirkja og leitast við að samræma kröfur um útlit og hagkvæmni.

Burðarvirki er hvarvetna að finna, s.s. í húsbyggingum, brúar- og vegamannvirkjum, orku- og iðnaðarmannvirkjum. Boðið er upp á heildstæða ráðgjöf jafnt fyrir hefðbundin burðarvirki sem og þau er teljast óvenjuleg eða nýstárleg.

Ávallt er beitt nýjustu tækni í hönnunarferlinu enda fylgjast sérfræðingar okkar vel með þróun fagsins og taka virkan þátt í að innleiða nýjungar á byggingarmarkaði. Jafnframt er lögð áhersla á gott samstarf við verkkaupa og aðra fagaðila til að tryggja sem bestan árangur.

Ferlið nær allt frá undirbúningi að fullnaðarhönnun og getur falið í sér hönnun, útboð og eftirlit. Gerð kostnaðar- og verkáætlana er mikilvægur hluti þjónustunnar og þar gegnir verðbanki Mannvits mikilvægu hlutverki.

Burðarvirki - Mannvit.is

Upplýsingalíkön mannvirkja (BIM)

Mannvit býr yfir mikilli þekkingu og reynslu af BIM þrívíddarhönnun og gerð upplýsingalíkana af burðarvirkjum og lagnakerfum. Stærstu verkefnin sem unnin hafa verið á síðustu árum á þessu sviði eru fangelsið á Hólmsheiði, brýr í Þrándheimi, metanólverksmiðja CRI í Svartsengi, nýbygging HR við Nauthólsvík og Harpa, tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn. Mannvit hefur einnig hannað og teiknað í BIM nokkrar stórar verslunarbyggingar s.s. Korputorg, Toyota í Kauptúni og Lindir í Kópavogi.

Helsti hugbúnaður sem notaður hefur verið við gerð upplýsingarlíkana (BIM) hjá Mannviti er:

  • Tekla Structures – Hönnun og teiknun burðarvirkja
  • MagiCAD – Hönnun og teiknun loftræsi-, lagna- og rafkerfa
  • Revit Structure – Hönnun og teiknun burðarvirkja

Verkefni á sviði burðarvirkja eru m.a. Toyota Kauptúni, gagnaver Verne, verslunarhúsnæðið Lindir, Harpa, HR og fjölmargar vatnsaflsvirkj

Tengiliðir

Tryggvi Jónsson

Sviðsstjóri burðarvirki

tj@mannvit.is

+354 422 3045

Valdimar Örn Helgason

Fagstjóri burðarvirki

valdimaroh@mannvit.is

+354 422 3029

Jón Guðni Guðmundsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc.

jongudni@mannvit.is

+354 422 3196

Torfi G. Sigurðsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

torfigs@mannvit.is

+354 422 3702