Byggingar

Mannvit býr að áratugareynslu og þekkingu á öllum sviðum húsbygginga. Hvort sem um er að ræða frumhönnun eða burðarþolshönnun bygginga eða annarra mannvirkja, hönnun lagna-, loftræsti-, raf- og stjórnkerfa, skipulagningu brunavarna eða hönnun fjölþættra hljóðvistarlausna þá búa sérfræðingar Mannvits yfir þeirri þekkingu sem þarf til úrlausnar verkefnisins.

Building Design and Construction Service - Mannvit.is

Mannvit hefur komið að hönnun á stóru sem smáu skrifstofu-, þjónustu-, iðnaðar- og verslunarhúsnæði  þ.á.m. tónlistar- og ráðstefnuhús í Reykjavík, nýbyggingu Háskólans í Reykjavík og stór verslunar- og skrifstofuhús.

 

Nýbyggingar

Hönnun nýbygginga má skipta í nokkur stig. Þau má flokka í þarfagreiningu, kostnaðarmat, forhönnun, áætlun og lokahönnun, útboðsgögn, aðstoð við verktaka og ráðgjöf við byggingu. Mannvit hefur á að skipa sérfræðingum sem nýta verðbanka fyrirtækisins til að vinna kostnaðarmat. Verðbankinn inniheldur uppfærðan gagngrunn þúsunda einingarverða margskonar þjónustu og efnisþátta.

Með mikilli reynslu og faglegri ráðgjöf tryggjum við viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd með áherslu á að halda tíma- og kostnaðaráætlun.

Jarðtæknileg hönnun

Jarðtæknileg hönnun þarf að fara fram til þess að meta burðarþol jarðvegs, reikna út stæðni, gera sigspár og meta hættu á ysjun í jarðskjálftum. Í stærri verkefnum er oft þörf umfangsmikilla og sérhæfðra jarðtæknirannsókna á berggrunni og eiginleikum lausra jarðlaga. Rannsóknir eru skipulagðar á þeim jarðefnum sem á að nýta og einnig á grunnum mannvirkja en einnig eru tekin óhreyfð sýni til að meta skerstyrk og sigeiginleika.   Þar sem aðstæður eru erfiðar t.d. djúpt niður á fast eru byggingar gjarnan grundaðar á staurum eða farg sett á byggingareitinn til að  ná fram áætluðu sigi sem byggingin myndi annars valda.

 

Viðhald og endurnýjun

Viðhald bygginga og endurnýjunarverkefni krefjast reynslu jafnt sem góðrar áætlunargerðar og framkvæmdaráætlunar. Taka þarf tillit til marga ólíkra þátta í slíkum framkvæmdum sem flækir verkefnin eins og t.d. þarfagreiningar, mat á umfangi viðhalds, áætlanagerðar, undirbúnings á tæknilegri lýsingu og útboðsgögnum, kostnaðarmats og aðstoðar á verkstað. Slík verkefni krefjast einnig ráðgjafarþjónustu á framkvæmdarstigi, þ.m.t. verkefnastjórnunar og eftirlits.

Tengiliðir

Tryggvi Jónsson

Sviðsstjóri burðarvirki

tj@mannvit.is

+354 422 3045

Sigurður Gunnarsson

Rafmagntæknifræðingur

siggigunn@mannvit.is

+354 422 3476

Elísabet Rúnarsdóttir

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Verkefnagát

elisabetr@mannvit.is

+354 422 3339

Sigurgeir Þórarinsson

Véltæknifræðingur B.Sc. Lagnir og loftræsting

sigurgeir@mannvit.is

+354 422 3118