
Framkvæmdaeftirlit Kröflulínu 3
Framkvæmdir eru hafnar við Kröflulínu 3. Mannvit mun hafa...
Mannvit býður uppá byggingarstjórnun framkvæmda ásamt framkvæmdaeftirlit. Hjá Mannviti starfa reynslumiklir byggingarstjórar sem hafa annast byggingarstjórnun fjölmargra framkvæmda t.d. á sviði húsbygginga, vega- og brúargerðar, veituframkvæmda og stóriðjuframkvæmda.
Byggingarstjóri er skilgreint hlutverk samkvæmt lögum. Við stjórn byggingarframkvæmda skal vera byggingarstjóri skv. byggingarreglugerð. Byggingarstjóri hefur gildandi ábyrgðartryggingu gagnvart því verki sem hann er byggingarstjóri á. Óheimilt er að veita byggingarleyfi fyrir framkvæmd nema ráðinn hafi verið byggingarstjóri sem uppfyllir hæfniskröfur byggingarreglugerðar.
Byggingarstjóri starfar sem faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og gætir réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum. Byggingastjóri er ábyrgur fyrir því að verk séu útfærð í samræmi við útgefnar verkteikningar hönnuða og í samræmi við byggingarreglugerð. Hann ber jafnframt ábyrgð á því fram fari opinberar úttektir á verkþáttum og verkinu í heild í samræmi við byggingarreglugerð.
Mannvit sinnir framkvæmdaeftirliti í stórum sem smáum verkefnum og hefur reynslumikla sérfræðinga innan sinna raða. Við framkvæmdaeftirlit er fylgst með því að framkvæmdaraðilar séu að vinna verkið í samræmi við gerða samninga, verklýsingar, staðla og opinberar samþykktir. Haldnir eru verkfundir, kostnaðar- og tímaáætlanir eru yfir farnar og tryggt að upplýsingar skili sér á milli verkkaupa og verktaka. Við verklok er gengið frá skilagrein til verkkaupa með samantekt á helstu þáttum verksins.
Verkefni sem eftirlitsmenn Mannvits sinna eru margvísleg og tengjast eftirliti með húsbyggingum og öðrum mannvirkjum, m.a. úttektum og ástandskönnunum, áhættumati, áætlanagerð og verklýsingum.
Við framkvæmdareftirlit er einnig fylgst með eftirfylgni með kostnaðar- og tímaáætlun, mat á framvindu og gæðaeftirlit.
Byggingarstjóri starfar sem faglegur fulltrúi eiganda við mannvirkjagerð og gætir réttmætra hagsmuna eiganda gagnvart byggingaryfirvöldum.