CE merkingar
Mannvit býður upp á þjónustu við CE merkingu á vélbúnaði í iðnaði og á steinefni í mannvirkjagerð. Þjónustan felur í sér að fara í gegnum bæði nýjan og eldri vélbúnað og CE merkja ásamt prófunum á steinefni sem er CE merkt. Að CE merkja vöru eða kerfi getur virst flókið og erfitt ferli. Sérfræðingar Mannvits hafa mikla reynslu af verkefnum tengdum CE merkingum og geta hjálpað þér í gegnum ferlið með alhliða ráðgjöf.
Í iðnaði felur ferlið venjulega í sér að skoða búnaðinn og skilgreina þær breytingar sem gera þarf til að uppfylla skilyrði fyrir CE merkingu. Til þess að hægt sé að CE merkja vélbúnað þarf að tryggja að hann uppfylli allar öryggiskröfur sem eru í gildi á evrópska efnahagssvæðinu.
Mannvit hefur einnig í meira en 10 ár aðstoðað framleiðendur steinefnis við að setja upp framleiðslueftirlit og CE merkja steinefni til nota í steinsteypu og til vegagerðar.

Þjónusta við CE merkingar
- Þarfagreining vegna CE merkinga í verksmiðjum
- Heildar umsjón með CE merkingu á vélbúnaði
- CE merking á nýjum og eldri búnaði
- Sannreyning við kröfur og samræmisyfirlýsing
- Samhæfðir staðlar
- Áhættugreining skv. IST EN ISO 12100
- Aðstoð við CE merkingu á búnaði sem er í notkun en hefur verið breytt
- Hönnun á endurbótum
- Mekanískar varnir
- Endurbætur á öryggisbúnaði og stjórnkerfum
CE merkingar og steinefni
- Prófanir á CE merktu steinefni til nota í steinsteypu og til vegagerðar
- Aðstoða framleiðendur steinefnis við samræmismat vegna CE merkingar
- Aðstoða framleiðendur steinefnis við að setja upp og innleiða framleiðslueftirlit
Vélbúnaður þarf að uppfylla allar öryggiskröfur sem eru í gildi á evrópska efnahagssvæðinu.
Ýmis verkefni við CE merkingar
- Alcoa Fjarðaál – áhættugreiningar á vélbúnaði
- Norðurál - ýmis verkefni
- Elkem Ísland – deiglustóll og deigluskafa
- Sorpa – vélbúnaður í móttöku- og flokkunarstöð
- Norsk Hydro, Noregi – löndunarbúnaður súráls
- EGA, Dubai – rafgreiningaker
- Marriott hótel við Hörpu – CE merking gaskerfis
Hafa samband:
Ársæll Þorsteinsson, vélaverkfræðingur, vélbúnaður og efnaferli.
Sími 422 3760 eða e-mail
Þorbjörg Hólmgeirsdóttir, fagstjóri rannsóknarstofu.
Sími 422 3501 eða e-mail
Tengiliðir
Sigurður Páll Steindórsson
Vélaverkfræðingur M.Sc., Vélbúnaður og efnaferli
sigurdurp@mannvit.is
+354 422 3259
Ársæll Þorsteinsson
Vélaverkfræðingur C.Sc. Vélbúnaður og efnaferli
arsaell@mannvit.is
+354 422 3760
Hvað er CE merking?
Vörur sem falla undir svonefndar nýaðferðartilskipanir Evrópusambandsins verða að bera CE merki til að þær megi markaðssetja á Evrópska efnahagssvæðinu.
Með merkingunni ábyrgist framleiðandi að varan uppfylli þær lögformlegu kröfur um öryggi og heilsuvernd sem gerðar eru til hennar.
Hvað þarf að CE merkja?
Dæmi um vörur sem þarf að CE merkja eru vélar og vélasamstæður, þrýstihylki og þrýstibúnaður, raftæki, persónuhlífar, lækningatæki og byggingavörur, svo sem eldvarnahurðir og sandur/möl sem notuð eru í steinsteypu.