Efnaferli

Mannvit veitir víðtæka ráðgjöf í efnaverkfræði og hefur fyrirtækið sinnt fjölbreyttum verkefnum á því sviði.

Sérfræðingar Mannvits hafa tekið þátt í þróun og byggingu rafstöðva sem nýta Kalina tækni og ORC (organic rankine cycle) tækni til að framleiðslu raforku úr heitu vatni. Í Hellisheiðarvirkjun hefur verið sett upp lofthreinsistöð sem hefur það hlutverk að hreinsa hluta brennisteinsvetnis í útblæstri virkjunarinnar. Í hreinsistöðinni eru brennisteinsvetni og koltvísýringur skilin frá jarðhitagasinu, leyst upp í vatni frá virkjuninni og dælt niður á 1.000 metra dýpi.

Diverse project portfolio - Mannvit.is

Í tengslum við umhverfisvæna orkugjafa og orkutækni hefur Mannvit sinnt fjölþættum verkefnum vegna nýtingar hauggass til framleiðslu metans á bifreiðar, bæði á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Einnig hefur fyrirtækið tekið þátt í verkefnum sem tengjast framleiðslu lífdísils, lífetanóls og vetnis. Eitt slíkt er lífdísilverksmiðja Orkeyjar á Akureyri sem getur framleitt um 300 tonn á ári af eldsneyti úr úrgangi. Jafnframt hafa sérfræðingar okkar komið að uppbyggingu metanólverksmiðju CRI sem fangar koltvísýring úr útblæstri jarðhitavirkjunar og breytir í vistvænt metanól.

Metan á bílaflotann, framleiðsla vetnis og afgreiðslustöðvar, metanólframleiðsla úr koltvísýringi og hreinsun brennisteinsvetnis úr útblæstri eru á meðal verkefna sem Mannvit hefur komið að.

Loks má nefna jarðgerð úr lífrænum úrgangi og sorpi sem og gasvinnslu úr lífrænum úrgangi frá landbúnaði, sorpi o.fl. Sérfræðingar okkar hafa komið að öllum stigum undirbúnings á gas- og jarðgerðarstöðvum höfuðborgarsvæðisins og á Akureyri.

Tengiliðir

Teitur Gunnarsson

Efnaverkfræðingur M.Sc.

teitur@mannvit.is

+354 422 3143

Þór Tómasson

Efnaverkfræðingur, M.Sc.

thort@mannvit.is

+354 422 3225

Play

Biofuels & Biogas