Efnisrannsóknir
Mannvit hefur yfir 20 ára reynslu af efnisrannsóknum og er mikil breidd í þeirri þjónustu sem í boði er. Unnið er eftir alþjóðlegum stöðlum og áhersla lögð á fagmennsku við framkvæmd og úrvinnslu. Viðskiptavinir geta nýtt sér þjónustu rannsóknarstofu Mannvits við sýnatöku en geta einnig annast sýnatöku sjálfir. Vert er að gæta þess að sýnatakan og meðhöndlun sýna sé rétt framkvæmd.
Efnisrannsóknir eru mikilvægur hluti hönnunarferla í mannvirkjagerð. Verkfræðikenningar byggja að miklu leyti á eiginleikum byggingarefna og því nauðsynlegt að meta þá áður en farið er í framkvæmdir. Með efnisrannsóknum er oft hægt að sjá og koma í veg fyrir ýmis kostnaðarsöm og jafnvel hættuleg vandamál og iðulega leiða víðtækar efnisprófanir í hönnunar- og framkvæmdarferli af sér að minni kostnað við mannvirkjagerð.

Mikilvægt er að huga að rannsóknum á fyrstu stigum hönnunarferlisins og gera rannsóknaráætlun því prófanir taka mislangan tíma. Það getur bæði tafið framkvæmdir og verið kostnaðarsamt ef rannsóknir hefjast seint.
Efnisrannsóknum Mannvits má skipta í eftirfarandi flokka:
- Steinefni
- Steinsteypa
- Jarðtækni
- Vegtækni
- Bergtækni
- Stál
- Plötupróf
Rétt útfærðar rannsóknir geta lækkað kostnað við mannvirkjagerð.
Starfsstöðvar okkar eru vítt og breitt um landið og því auðvelt að koma sýnum til starfsfólks sem senda sýnin til prófana í Reykjavík.
Sýnataka og meðhöndlun sýna er einn mikilvægasti þáttur sérhverrar rannsóknar. Sýnataka, sem ekki er rétt staðið að, skekkir niðurstöður meira en flest annað í ferlinu. Því er í öllum tilfellum nauðsynlegt að vanda sýnatöku og fylgja viðeigandi stöðlum til að tryggja sem nákvæmastar niðurstöður.
Viðskiptavinir geta valið um að annast sýnatöku sjálfir eða nýta sér þjónustu rannsóknarstofunnar. Kjósi þeir að annast þennan hluta sjálfir er þeim bent á að kynna sér vel þær kröfur sem viðeigandi staðlar gera varðandi sýnatöku, meðhöndlun sýna og stærð þeirra.