Eigið eldvarnareftirlit
Það er skynsamlegra að eyða peningum í aukið öryggi heldur en að lenda í rekstrarstöðvun eða tjóni og hvað þá á mannskaða. Brunavarnir í nútíma byggingum byggjast að mestu leyti á því sem kallað hefur verið aktívar brunavarnir. Þá er átt við að ýmis konar flókin kerfi og búnaður bregðist við, komi upp eldur. Brunaviðvörunarkerfi og slökkviúðakerfi eru dæmi um slíkan búnað. Öryggi stórra og meðalstórra bygginga byggjast að miklu leyti á því að þessi búnaður sé í lagi og virki rétt þegar á reynir. Ef hann gerir það ekki er voðinn vís. Því er reglulegt eftirlit og viðhald grundvallaratriði til að geta treyst því að allt sé í lagi.

Nokkrar staðreyndir um eigið eldvarnareftirlit:
- Samkvæmt lögum ber öllum eigendum og forráðamönnum fyrirtækja að hafa eigið eldvarnareftirlit.
- Með því að taka upp eigið eldvarnareftirlit minnkar stórlega hættan á því að upp komi eldur í fyrirtækinu og ef eldur verður laus minnka einnig líkur á mannskaða, rekstrarstöðvun og eignatjóni.
- Kemur í veg fyrir óþarfa sóun fjármuna.
- Tryggir traust samband við eldvarnaryfirvöld.
- Eftirlitið bætir rekstaröryggi fyrirtækja. Mörg fyrirtæki koma rekstrinum ekki á réttan kjöl eftir áfall eins og eldsvoða. Ástæðan er sú að meðan á rekstrarstöðvun stendur geta mikilvægir markaðir tapast og tryggingar bæta ekki slíkt tjón.
Tengiliðir
Play
Eigið eldvarnareftirlit - Brunavarnir Árnessýslu