Fjarskipti

Mannvit hefur mikla þekkingu á sviði alhliða fjarskipta og fjarskiptakerfa fyrir fyrirtæki, stofnanir og stjórnvöld og þjónustu við fyrirtæki sem starfa í fjarskiptageiranum. Fyrirtækið veitir fjarskiptaráðgjöf m.a. við forathugun og úttekt, kostnaðaráætlun, þarfagreiningu, hönnun, útboð, prófanir og mælingar, verkefnisstjórn, gangsetningu kerfa. 

Fjarskipti.jpg

Mannvit aðstoðar fyrirtæki og stofnanir við kaup á fjarskiptabúnaði og fjarskiptaþjónustu, skipulagningu fjarskiptakerfa og rekstur þeirra og hönnun umfangsmikilla net- og símkerfa. Fyrirtækið býður einnig kostnaðar- og gæðaeftirlit og álags- og ástandagreiningar.

Mannvit tekur að sér lítil og stór verkefni, allt frá staðbundnum samskiptakerfum upp í landsdekkandi fjarskiptaþjónustu. Við höfum meðal annars mikla reynslu af öryggisfjarskiptum, ljósleiðarkerfum, þráðlausum net- og símkerfum, IP-símkerfum og gagnaflutningskerfum.


Þverfaglega ráðgjöf á sviði fjarskipta fyrir fjarskiptafyrirtæki, kröfuharða notendur fjarskipta og stjórnvöld í hönnun, þarfa- og kostnaðargreiningu og rekstri fjarskiptakerfa.

Tengiliðir

Þröstur Helgason

Fagstjóri rafmagns og upplýsingatæknisviðs

throstur@mannvit.is

+354 422 3425

Jón Jónsson

Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Stjórnkerfi

jon@mannvit.is

+354 422 3456

Helgi Baldvinsson

Rafmagnstæknifræðingur B.Sc. Stjórnkerfi

helgib@mannvit.is

+354 422 3406