Fráveitumælingar

Mannvit framkvæmir mælingar á vatnshæð, rennsli og hitastigi fráveituvatns í tengslum við skoðun á afköstum og rekstrartruflunum í fráveitukerfum sveitarfélaga og iðnfyrirtækja. Samhliða rennslismælingum hafa einnig farið fram mælingar á grunnvatnshæð, úrkomu og lofthita en með þeim má meta áhrif grunnvatnsstöðu á rennsli í  fráveitukerfi, reikna magn ofanvatns og meta afrennslisstuðla og samrennslistíma mældra svæða.

Mannvit hefur útbúið mælirennu þar sem hægt er að prófa virkni mælibúnaðar til fráveitumælinga en slíkar prófanir eru ill framkvæmanlegar eftir niðursetningu búnaðar á verkstað. Jafnframt vinnur Mannvit að þróun nýs rennslismælis fyrir fráveitumælingar. Mælibúnaður, sem fáanlegur er á almennum markaði, hefur reynst misvel við ríkjandi aðstæður.

 

Meðal verkefna:

  • Fjöldi mælinga og greininga á rennsli í fráveitukerfum Veitna.
  • Rennslismælingar og efnavöktun í fráveitukerfi Árborgar á Selfossi.
  • Hönnun og rekstur rennslis- og sýrustigsmælistöðvar í fráveitu iðnfyrirtækis.
  • Hönnun og rekstur rennslismælistöðvar í sigvatni frá urðunarsvæði á Reyðarfirði.
Fráveita | Fráveitumælingar

Mannvit framkvæmir mælingar á rennsli og hitastigi fráveituvatns auk vatnshæðar í yfirfalls- og dælubrunnum.

Fráveitumælingar eru hluti af þjónustu við vatnamælingar.

Tengiliðir

Lilja Oddsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

liljao@mannvit.is

+354 422 3062

Sif Guðjónsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

sif@mannvit.is

+354 422 3255

Bjarki Guðjónsson

Rafmagnstæknifræði, Vatnsaflsvirkjanir

bjarkig@mannvit.is

+354 422 3290

Jón Bergur Helgason

Véla- og orkutæknifræðingur B.Sc., Vatnsaflsvirkjanir

jonbergur@mannvit.is

+354 422 3192

Sverrir Óskar Elefsen

Fagstjóri vatnsafl og vatnamælingar

soe@mannvit.is

+354 422 3018