Fráveitur og ofanvatnslausnir

Mannvit býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af hönnun fráveitna fyrir bæði opinbera aðila og einkaaðila. Verkefnin ná m.a. til hreinsistöðva, skólpdælustöðva, fráveitulagna, blágrænna ofanvatnslausna, sökkræsa, útrása, fóðrun fráveitulagna og tilraunir með náttúruleg fráveitukerfi.

Mannvit sérhæfir sig einnig í flóðvörnum, m.a. gerð flæðilíkana, ofanflóða vörnum, settjarna fyrir ofanvatn, blágrænna ofanvatnslausna, og umhverfismati.  Ofanvatnslausnir létta álagi af fráveitukerfum í mikilli úrkomu.  Blágrænar ofanvatnslausnir stuðla að gróðurríkara og fjölbreyttara umhverfi og henta jafnt í þéttbýli sem dreifbýli.  Slíkar lausnir eru stór þáttur í því að skapa sjálfbært samfélag, þar sem hönnunin tekur tillit til vistkerfis, plöntuvals og vatnsgæða þess umhverfis sem verið er að vinna með hverju sinni.

Á þessum sviðum hefur Mannvit áratuga reynslu og hefur sinnt fjölmörgum verkefnum af öllum stærðum og gerðum.   Lausnirnar taka mið af síauknum kröfum laga og reglugerða um hreinsun og er nýjustu tækni beitt svo mengun sé haldið innan leyfilegra marka með hagkvæmum lausnum.

Við önnumst jafnframt ástandskönnun eldri raf-, stjórn- og vélbúnaðar dælu- og hreinsistöðva og vinnum hættugreiningu vinnsluferla og gerum tillögur um viðhald og endurbætur því tengdar.

 

Þjónusta við fráveitur

  • Kerfisgreiningar lagnakerfa í tölvulíkönum
  • Forhönnun og hönnun kerfa, lagna, vélbúnaðar, stýringa og fjarvöktunar
  • Gerð útboðsgagna, verkefnastjórnun og eftirlit með framkvæmdum
  • Prófun og gangsetning dælustöðva og stjórnkerfa
  • Uppsetning á innra eftirlitskerfi fráveitu
  • Mælingar í fráveitukerfum
  • Viðhald og endurnýjun kerfa
  • Jarðfræðirannsóknir vegna framkvæmda við fráveitumannvirki
Blágrænar Ofanvatnslausnir

Kerfisgreining fráveitu

Með kerfisgreiningu er líkt eftir veitunni í tölvulíkani svo hægt sé að svara ýmsum spurningum eins og;

  • Hvaða áhrif hefur nýtt hverfi á núverandi veitu?
  • Er hægt að lækka rekstrarkostnað?
  • Við hvaða aðstæður er hætta á að það flæði upp úr fráveitukerfum inn í kjallara eða upp á yfirborð?

Mannvit notar hugbúnaðinn  MIKE URBAN við kerfisgreiningar á fráveitum. Niðurstöður kerfisgreininga eru síðan notaðar til ákvörðunar um hugsanlegar úrbætur, breytingar og viðbætur.

 

Vatnamælingar og skyld rannsóknarþjónusta fyrir fráveitur

Mannvit býður uppá víðtæka þjónustu á sviði vatnamælinga og skyldrar rannsóknarþjónustu.  Einkum er um að ræða rennslismælingar og mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum vatns og vatnsgæðum en einnig aðrar mælingar sem nauðsynlegar eru við úrlausn verkefna hverju sinni, t.d. veðurmælingar.

Mælingar á rennsli og hitastigi fráveituvatns auk vatnshæðar í yfirfalls- og dælubrunnum hafa verið gerðar í tengslum við skoðun á afköstum og rekstrartruflunum í fráveitukerfum nokkurra sveitarfélaga. Samhliða rennslismælingum hafa einnig farið fram mælingar á grunnvatnshæð, úrkomu og lofthita en með þeim má meta áhrif grunnvatnsstöðu á rennsli í viðkomandi fráveitukerfi, reikna magn ofanvatns og meta afrennslisstuðla og samrennslistíma mældra svæða.

Áratuga reynsla af  fráveitum af öllum stærðum með áherslu á áhrifaríkar og hagkvæmar lausnir sem uppfylli jafnframt strangar kröfur um rekstraröryggi.  Þjónustan nær allt frá mælingum og kerfis- og þarfagreiningu, umhverfismats og hönnunar, til gangsetningar og reksturs.     

Tengiliðir

Brynjólfur Björnsson

Fagstjóri veitna

bb@mannvit.is

+354 422 3017

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðarferla

gunnarsv@mannvit.is

+354 422 3088

Sverrir Óskar Elefsen

Fagstjóri, Vatnsaflsvirkjanir

soe@mannvit.is

+354 422 3018

Helgi Sigurjónsson

Rafmagnsverkfræðingur M.Sc. Stjórnkerfi

helgisig@mannvit.is

+354 422 3427

Fráveituverkefni

Hreinsistöðvar fyrir fráveitur:
  • Tveggja þrepa hreinsivirki á Hvolsvelli fyrir Rangárþing Eystra
  • Tveggja þrepa hreinsivirki við Fosshótel Hnappavöllum og við Fosshótel Mývatn fyrir Íslandshótel
  • Eins þreps hreinsivirki í Njarðvík Reykjanesbæ fyrir Reykjanesbæ. Mannvit sá um alla véla-hönnun fyrir Fálkann. Þ.m.t. dælukerfi, fitufleytingu, þrepasíur, sandfellingu og seyru-flutnings¬kerfi í stöðinni.
  • Eins þrepa hreinsivirki í Klettagörðum fyrir Veitur. Mannvit sá um vélahönnun fyrir Fálkann.  Þ.m.t. þrepasíur, sandfellingu og seyruflutningskerfi í stöðinni.  Mannvit sá einnig um hönnun á öllum hleralokum og seyru/fitu flutningsgámum
  • Hönnun rafmagns- og stjórnbúnaðar fyrir eins þreps hreinsistöðvar í Ánanaustum, Kletta-görðum og á Akranesi, Kjalarnesi og Borgarnesi fyrir Veitur

 

Dælustöðvar fyrir fráveitur:
  • Skólpdælustöð við Holtaþró í Mosfellsbæ fyrir Mosfellsbæ
  • Skólpdælustöð á Hvolsvelli fyrir Rangárþing Eystra
  • Skólpdælustöð við Sunnubraut fyrir Kópavog
  • Skólpdælustöð við Hafnarbraut fyrir Kópavog

 

Fráveitulagnir á eftirfarandi stöðum:
  • Í Úlfarsárdal fyrir Veitur
  • Á Hvolsvelli fyrir Rangárþing Eystra
  • Í Skuggahverfi fyrir Veitur
  • Á Hlíðarenda fyrir Veitur
  • Í Krókeyri Akureyri fyrir Norðurorku
  • Í Suður-Mjódd fyrir Veitur
  • Í endurnýjun Hverfisgötu fyrir Veitur

 

Hönnun fyrir sjólagnir:
  • Skólpútrás á Esjumelum fyrir Veitur
  • Skólpútrás frá Pósthússtræti í Reykjanesbæ fyrir Reykjanesbæ
  • Fjölda útrása fyrir fiskimjölsverksmiðjur og annan iðnað.
  • Fjöldi sjódælulagna í fiskiðnaðinum og má þar t.d. nefna nýlegt verkefni fyrir uppsjávarfrystihús Eskju á Eskifirði.

 

Blágrænar ofanvatnslausnir:
  • Í nýtt hverfi við Bústaðarveg, Bústaðarvegur 151-153
  • Rafstöðvarveg í Reykjavík
  • Esjumelar (forhönnun)
  • Úlfarsárdalur norðan Skyggnisbrautar (forhönnun)