
Ein fullkomnasta skólphreinsistöð landsins
Í tilefni fréttar um fullkomnustu skólphreinsistöð landsi...
Mannvit býr yfir yfirgripsmikilli reynslu af hönnun fráveitna fyrir bæði opinbera aðila og einkaaðila. Verkefnin ná m.a. til hreinsistöðva, skólpdælustöðva, fráveitulagna, blágrænna ofanvatnslausna, sökkræsa, útrása, fóðrun fráveitulagna og tilraunir með náttúruleg fráveitukerfi.
Mannvit sérhæfir sig einnig í flóðvörnum, m.a. gerð flæðilíkana, ofanflóða vörnum, settjarna fyrir ofanvatn, blágrænna ofanvatnslausna, og umhverfismati. Ofanvatnslausnir létta álagi af fráveitukerfum í mikilli úrkomu. Blágrænar ofanvatnslausnir stuðla að gróðurríkara og fjölbreyttara umhverfi og henta jafnt í þéttbýli sem dreifbýli. Slíkar lausnir eru stór þáttur í því að skapa sjálfbært samfélag, þar sem hönnunin tekur tillit til vistkerfis, plöntuvals og vatnsgæða þess umhverfis sem verið er að vinna með hverju sinni.
Á þessum sviðum hefur Mannvit áratuga reynslu og hefur sinnt fjölmörgum verkefnum af öllum stærðum og gerðum. Lausnirnar taka mið af síauknum kröfum laga og reglugerða um hreinsun og er nýjustu tækni beitt svo mengun sé haldið innan leyfilegra marka með hagkvæmum lausnum.
Við önnumst jafnframt ástandskönnun eldri raf-, stjórn- og vélbúnaðar dælu- og hreinsistöðva og vinnum hættugreiningu vinnsluferla og gerum tillögur um viðhald og endurbætur því tengdar.
Með kerfisgreiningu er líkt eftir veitunni í tölvulíkani svo hægt sé að svara ýmsum spurningum eins og;
Mannvit notar hugbúnaðinn MIKE URBAN við kerfisgreiningar á fráveitum. Niðurstöður kerfisgreininga eru síðan notaðar til ákvörðunar um hugsanlegar úrbætur, breytingar og viðbætur.
Mannvit býður uppá víðtæka þjónustu á sviði vatnamælinga og skyldrar rannsóknarþjónustu. Einkum er um að ræða rennslismælingar og mælingar á eðlis- og efnaeiginleikum vatns og vatnsgæðum en einnig aðrar mælingar sem nauðsynlegar eru við úrlausn verkefna hverju sinni, t.d. veðurmælingar.
Mælingar á rennsli og hitastigi fráveituvatns auk vatnshæðar í yfirfalls- og dælubrunnum hafa verið gerðar í tengslum við skoðun á afköstum og rekstrartruflunum í fráveitukerfum nokkurra sveitarfélaga. Samhliða rennslismælingum hafa einnig farið fram mælingar á grunnvatnshæð, úrkomu og lofthita en með þeim má meta áhrif grunnvatnsstöðu á rennsli í viðkomandi fráveitukerfi, reikna magn ofanvatns og meta afrennslisstuðla og samrennslistíma mældra svæða.
Áratuga reynsla af fráveitum af öllum stærðum með áherslu á áhrifaríkar og hagkvæmar lausnir sem uppfylli jafnframt strangar kröfur um rekstraröryggi. Þjónustan nær allt frá mælingum og kerfis- og þarfagreiningu, umhverfismats og hönnunar, til gangsetningar og reksturs.