
Málþing um gagnaver
Á þriðjudaginn 25.október fór fram Data Center Forum Reyk...
Ísland er afar ákjósanlegur staður fyrir uppbyggingu netþjónabúa og gagnavera . Bygging gagnavera á Íslandi hefur marga fjárhagslega- og umhverfislega kosti. Kælikostnaður er lítill sem enginn og örugg afhending orku. Nægilegt framboð af hagkvæmri raforku úr endurnýjanlegum auðlindum þýðir að fyrirtæki geta bætt ímynd sína með minni orkunotkun og nýtingu á grænni orku. Hámenntað starfsfólk, traustar stofnanir, viðskiptaumhverfi hagstætt og áreiðanlegt raforkuflutningskerfi og nettengingar um fjóra sæstrengi við umheiminn gerir Ísland kjörinn stað fyrir rekstur gagnavera.
Mannvit hefur verkkunnáttu, sérþekkingu og reynslu til að aðstoða fyrirtæki á öllum stigum hönnunar og uppbyggingar slíkra verkefna. Mannvit hefur komið að undirbúningi og byggingu á stórum sem smáum gagnaverum á Íslandi og veitir m.a. ráðgjöf á sviði umhverfis- og öryggismála, bygginga, lagna- og rafkerfa, kælingar auk fjarskipta- og stjórnkerfa.
Mannvit sá um alla verkfræðihönnun á nýju gagnaveri Verne sem staðsett er á Ásbrú í Keflavík. Mannvit sá um endurskipulagningu tölvusalar, breytingar á kælikerfi og raffæðingu Reiknistofu Bankanna án þess að stöðva þyrfti þjónustu.