Gasvinnsla

Mannvit sérhæfir sig í ráðgjöf og alhliða þjónustu fyrir meðhöndlun gass. Helstu verkefni snúa að söfnun hauggass af urðunarstöðum; framleiðslu, flutningi og dreifingu metaneldsneytis; mati og ráðgjöf vegna gasmyndunar í skólphreinsistöðvum og gasmyndunar úr hliðarafurðum og úrgangi frá kjúklinga-og svínabúum; Kortlagning lífmassa á Íslandi til framleiðslu á metani og öðrum endurnýjanlegum orkugjöfum.

Gasvinnsla - Mannvit.is

Þegar lífrænt efni brotnar niður við loftfirrtar aðstæður myndast metanríkt gas. Til dæmis myndast hauggas (e. landfill gas) á urðunarstöðum og lífgas (e. biogas) myndast í gasgerðarstöðvum, í skólphreinsistöðvum og þar sem unnið er með lífrænan úrgang.

Hægt er að safna metanríku gasi og nýta það til framleiðslu á rafmagni og/eða varma eða hreinsa það og framleiða metaneldsneyti á ökutæki.

Mannvit hefur hannað kerfi fyrir söfnun hauggass, gashreinsistöðvar fyrir framleiðslu metaneldsneytis, flutningslagnir í jörðu og áfyllistöðvar. Mannvit veitir ráðgjöf við kaup og uppsetningu rafstöðva sem nýta hauggas. Við höfum einnig þróað líkön til að meta gasmyndun, framkvæmt prófanir á urðunarstöðum til að meta hauggasmyndun, veitt ráðgjöf varðandi tæknilausnir fyrir meðhöndlun gass, aðstoðað við innkaup og rekstur og framkvæmt áhættumat vegna sprengihættu.

Metan er umhverfisvænn orkugjafi.

Tengiliðir

Teitur Gunnarsson

Efnaverkfræðingur M.Sc.

teitur@mannvit.is

+354 422 3143

Sigurður Páll Steindórsson

Vélaverkfræðingur M.Sc., Vélbúnaður og efnaferli

sigurdurp@mannvit.is

+354 422 3259