Grunnvatnsmælingar
Grunnvatnsmælingar hafa um langa hríð verið hluti af verkefnum Mannvits, einkum þeim sem snúa að undirbúningi mannvirkjagerðar en einnig vegna eftirlits með t.d. vatnsvinnslu, fráveitu og sorpurðun. Auk þess að afla gagna um grunnvatnshæð og breytileika hennar yfir árið og milli ára er fylgst með öðrum þáttum eins og efnainnihaldi grunnvatns og þykkt ferskvatnslinsu, eftir því sem við á. Grunnvatnshæð, vatnshiti, rafleiðni og sýrustig eru dæmi um þætti sem hægt er að sírita í grunnvatni. Þá hefur Mannvit haft umsjón með sýnatöku úr grunnvatni og túlkun á niðurstöðum efnagreininga á grunnvatni.
Meðal verkefna:
- Langtíma eftirlit með ástandi ferskvatns á Suðurnesjum, fyrir HS Orku.
- Grunnvatnsmælingar í nágrenni vatnsbóla Veitna og Vatnsveitu Kópavogs í Vatnsendakrikum.
- Langtíma eftirlit með vatnafari í Vatnsmýri, vegna þéttingar byggðar.
- Grunnvatnsmælingar tengdar virkjanaframkvæmdum, t.d. á Þjórsársvæði fyrir Landsvirkjun.

Hvar þarf að gera grunnvatnsmælingar?
Fyrirtæki og sveitarfélög sem vinna að mannvirkjagerð eins og húsbyggingum, vegagerð, auk vöktunar miðlunarlóna vatnsaflsvirkjana, vatnsvinnslu, rekstur fráveitu og sorpurðunar þurfa að huga að grunnvatnsmælingum.
Afkastagreining vatnsbóla er gjarnan gerð með dæluprófi en áreiðanlegar samtímamælingar á grunnvatnshæð eru einnig forsenda slíkrar greiningar.
Víðtæk þjónusta
Mannvit margvíslega þjónustu á sviði vatnamælinga og tengdri rannsóknarþjónustu sem nauðsynleg er við hönnun og rekstur mannvirkja m.a. á síritun mæligilda, handvirkum mælingum, sýnatöku, greiningu og túlkun mæliniðurstaða. Þar má nefna vatnsföll, sjávarfallamælingar, fráveitukerfi og jarðhitarannsóknir.
Grunnvatnsmælingar eru hluti af þjónustu við vatnamælingar.
Tengiliðir
Jón Bergur Helgason
Véla- og orkutæknifræðingur B.Sc., Vatnsaflsvirkjanir
jonbergur@mannvit.is
+354 422 3192