Hafnir
Þar sem Ísland er eyríki hafa hafnir löngum gegnt mikilvægu hlutverki fyrir þjóðina. Mannvit hefur tekið þátt í fjölmörgum hafnarframkvæmdum, allt frá öndverðum áttunda áratugnum.
Fyrirtækið býður upp á alhliða verkfræði-, hönnunar- og ráðgjafarþjónustu fyrir hafnarframkvæmdir. Nálgunin er þverfagleg þar sem leitað er til sérfræðinga úr öðrum fagsviðum til að tryggja að framkvæmdir gangi sem best fyrir sig. Þjónusta Mannvits spannar öll svið verkfræði og viðskiptavinir fá því þá þjónustu sem þeir þurfa við hafnarframkvæmdir af öllum stærðum og gerðum.

Að hafnarframkvæmdum koma fjölmargir sérfræðingar og fela þær m.a. í sér teikningar, straumlíkön, umhverfismat, jarðfræðirannsóknar, jarðskjálftarannsóknir, hönnun hafnargarða og viðlegukanta ásamt umsjón og eftirlit með framkvæmdum.
Almenn verkfræðiþjónusta fyrir hafnarframkvæmdir:
- Hönnun
- Mat á umhverfisáhrifum
- Hafnarmannvirki
- Strandvernd
- Viðhald á hafnarsvæði og búnaði
Áætlanagerð
- Yfirumsjón skipulags og forathuganir
Mannvit átti m.a þátt í gerð frumdraga að hafnarmannvirkjum fyrir álver Fjarðaáls á Austurlandi og mati á umhverfisáhrifum. Megin verkefni fyrirtækisins á þessu sviði hafa þó verið fyrir Faxaflóahafnir. Þar má nefna lengingu á Tangabakka á Grundartanga sem mun geta þjónað „New Panamax“ skipum með öruggu 13 metra dýpi við lægstu sjávarstöðu. Af öðrum verkefnum sem Mannvit hefur annast fyrir Faxaflóahafnir má nefna endurnýjun á eldri hafnarbökkum í Vesturhöfninni í Reykjavík.
Þjónustan spannar öll svið verkfræði og viðskiptavinir Mannvits fá því alla þá þjónustu sem þeir þurfa við hafnarframkvæmdir á einum stað.