
Hitaveituframkvæmdir Mannvits í Ungverjalandi
Mynd: Össur Skarphéðinsson utanríkisráðherra, Pál Kovács,...
Mannvit er fremst í flokki hvað varðar hitaveitur og býður upp á alhliða hönnunar- og ráðgjafarþjónustu og má þar nefna rannsóknir, lagnakerfi, kerfisgreiningu, flæðismælingar, vatnsöflun, stofnlagnir, dreifikerfi og dælustöðvar.
Fyrirtækið hefur átt stóran þátt í uppbyggingu hitaveitna á Íslandi frá öndverðum sjöunda áratugnum og tekur nú þátt í hitaveituverkefnum um heim allan m.a. í Ungverjalandi, Bretlandi, Chile og Þýskalandi.
Á meðal kosta jarðvarmahitaveitna má nefna að þær eru umhverfisvænn, samkeppnishæfur og traustur orkugjafi, stuðla að auknum loftgæðum, verðlag er stöðugra en á jarðefnaeldsneyti, orkuöryggi er tryggt, þær koma að margvíslegum notum fyrir iðnað og heimili, þær veita samkeppnisforskot í iðnaði og skapa jákvæða ímynd meðal almennings.
Þróun hitaveitna sem nýta jarðhita færist í aukana og nú eru á þriðja hundrað veitna áætlaðar í Evrópu einni. Heildarframleiðslugeta 247 jarðhitaveitna í Evrópu var 4,5 GWh árið 2014.
Mannvit er með yfirgripsmikla reynslu við hönnun hitaveitna fyrir bæði opinbera aðila og einkaaðila.
Á þessu sviði hefur Mannvit sinnt fjölmörgum verkefnum af öllum stærðum og gerðum. Má þar t.d. nefna;
Eftirfarandi eru nokkur dæmi um hitaveituverkefni:
Mannvit hefur fullhannað, gert útboðsgögn og annast innkaup, samninga og eftirlit með smíði eftirfarandi einangraðra stálgeyma hér á landi (samtals 14 geymar í mismunandi stærðum):
Auk upptalningarinnar hér að ofan má nefna að forhönnun þriggja nýrra geyma (5.000, 3.200 og 1.750 m3 ) er lokið fyrir íslenska aðila.
Bortækni í hitaveitum - Kristinn Ingason, fagstjóri jarðhita, Mannvit