Hleðslustöðvar rafbíla
Mannvit veitir þjónustu og ráðgjöf við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir rafbíla – Val á lausnum, staðsetningu, álagsstýringu, hönnun og framkvæmd.
Þjónustan sem Mannvit býður upp á, hentar fyrir sveitarfélög sem og húsfélögum, einstaklingum og fyrirtækjum. Þjónusta Mannvits felst í að velja hagkvæmustu lausnina út frá aðstæðum hverju sinni, óháð söluaðilum hleðslustöðva, sem hentar rekstrar-, þjónustuaðilum og notendum. Við uppsetningu á hleðslutækjum fyrir rafbíla, þarf að huga að mörgu. Íhuga þarf val á staðsetningum bæði út frá notagildi, rekstri og tengingarmöguleikum. Jafnframt að þarf að huga að aðgengi hleðslustöðva sé auðvelt fyrir notendur, einnig ef um flóknari framkvæmdir eru að ræða, það er ef gera þarf breytingar í aðaltöflu og heimtaug, grafa þarf fyrir lögnum og/eða útfæra álagsstýringu, útfæra greiðslulausn fyrir notkun og fleira.
Mannvit aðstoðar við að leggja mat á framkvæmdina, greina staðsetningar og tengingarmöguleika. Við gerum ástandsskoðun og metum umfang verkefnis. Afurðin er skýrsla sem lýsir mögulegum lausnum, greining á umfangi framkvæmdar og grófu kostnaðarmati.

Þjónusta sem Mannvit býður upp á;
- Ástandsskoðun og mat á umfangi verkefnis
- Kostnaðaráætlun
- Staðsetningar innan sveitarfélaga, m.a. frá umferðarflæði
- Hönnun
- Val á búnaði og efni ásamt útboði þar sem það á við
- Umsjón og eftirlit með uppsetningu
- Vöktun á heimtaug og álagsmælingar
- Álagsstýringar
- Greiðslulausnir vegna notkunar
Þjónusta Mannvits felst í að velja hagkvæmustu lausnina út frá aðstæðum hverju sinni, óháð söluaðilum hleðslustöðva, sem hentar rekstrar-, þjónustuaðilum og notendum.