Hljóðvist

Mannvit veitir ráðgjöf á sviði hljóðvistar, hvort sem um er að ræða hljóðvistarhönnun bygginga, hávaðakortlagningu, almenna ráðgjöf, mælingar eða endurbætur. Notast er við fullkomin hljóðmælitæki og hugbúnað til að skoða mismunandi hljóðvistarlausnir. Hljóðvist er afar mikilvæg við skipulag og hönnun bygginga, iðnaðar, samgangna og umhverfis, ekki síst hvað varðar mat á hávaða og hönnun lausna þar að lútandi.

Vettvangsvalir ráðgjafar til verkefnisþróunar - Mannvit.is

Hljóðvist (e. Acoustics) er samheiti yfir þverfagleg fræði innan eðlis- og verkfræði sem fjalla um hljóð. Meðal verkefna er hljóðvistarhönnun skrifstofa, skóla, tónlistar- og fyrirlestrarsala og fleiri rýma með tilliti til hljómburðar, hljóðeinangrunar og almennrar hljóðvistar þannig að notendum húsnæðis líði vel við leik og störf. 

Hávaðatengt heyrnartap er algengasti vinnutengdi sjúkdómurinn í Evrópu samkvæmt „The European Agency for Safety and Health at Work“

Tengiliðir

Gunnar Birnir Jónsson

Hljóðverkfræðingur M.Sc. Hljóðvist

gunnarbj@mannvit.is

+354 422 3359

Verkefni snúa meðal annars að:

  • Hönnun hljómburðar
  • Hljóðeinangrun
  • Hávaðamat
  • Kortlagning umferðarhávaða
  • Mat á hávaða vegna flugumferðar og kortlagning í kringum flugvelli
  • Mat, kortlagning og úrbætur vegna hávaða frá iðnaði- eða atvinnustarfsemi
  • Hljóðmælingar