Hugbúnaður og kerfisfræði
Mannvit hefur í gegnum árin byggt upp reynslu á hugbúnaðarsviði við hverskonar ráðgjöf við innkaup s.s. þarfagreiningu, útboð og innleiðingu á hugbúnaði og hverskonar upplýsingakerfum. Mannvit hefur einnig unnið að kerfisgreiningum, kerfisverkfræði og hugbúnaðarþróun sérstaklega er varðar sérhæfðan hugbúnað tengdan stjórnbúnaði, gagnagrunnum og upplýsingaflæði í stærri fyrirtækjum þar sem upplýsingar úr mismunandi kerfum eru tengdar saman.

Mannvit hefur einnig unnið að verkefnum er varða gagnaöryggi og tryggingu á rekstraröryggi upplýsingakerfa og má þar nefna að fyrirtækið hefur komið að hönnun á mörgum af stærstu tölvusölum og gagnaverum sem sett hafa verið upp á Íslandi. Mannvit getur metið á faglegan hátt áhættur og ógnanir í rekstri tölvusala og gagnavera enda er sérþekking innan fyrirtækisins á öllum sviðum er varða þennan rekstur auk sérfræðinga í áhættugreiningu.
Innan Mannvits er til staðar mikil sérhæfing er varðar íslenskar aðstæður og tækni. Á grunni þessarar þekkingar er fyrirtækið vel í stakk búið til að vinna sérhæfðar hugbúnaðarlausnir fyrir viðskiptavini sem byggja á verkfræðiþekkingu Mannvits á sviði iðnaðar, mannvirkja og orku.
Þverfaglega ráðgjöf á sviði hugbúnaðar, kerfisfræði og upplýsingakerfa í hönnun, greiningu og forritun.