Hússtjórnarkerfi

Mannvit getur boðið heildarþjónustu við ráðgjöf og hönnun hússtjórnarkerfa fyrir allar gerðir mannvirkja, til dæmis fyrir skrifstofurými, verslunarrými, sundlaugar, gagnaver o.s.frv. Mannvit hefur yfir að ráða áratuga reynslu við gerð útboðsgagna fyrir hússtjórnarkerfi. Sömuleiðis er áratuga reynsla af fullnaðarhönnun kerfa þar sem umsjón er höfð með hönnun, teikningum, forritun, gangsetningu og prófunum ásamt afhendingu á handbókum og kennslu.

Boðið er uppá samræmda heildstæða ráðgjöf fyrir nútíma mannvirki þar sem ýtrustu kröfum verkkaupa og metnaðarfullum faglegum lausnum er beitt. Einnig er boðið upp á ástandsskoðanir eldri stjórnbúnaðar og tillögur um úrbætur gerðar.

Hússtjórnarkerfi Á Leifstöð

Fjölbreytt verkefni

Flugstöð Leifs Eiríkssonar, Kringlan, Arion Banki, Íslensk erfðagreining, Þjóðarbókhlaðan (endurnýjun), Verne Data Center, Sundlaugin Laugardal, Varmárlaug, Sundlaug Hellu, Sundlaug Akranesi og Guðlaug, Landspítalinn Fossvogi, Hótel Marriott Edition Reykjavik og íbúðir við Austurhöfn.

Mannvit sinnir hússtjórnarkerfum, allt frá sjálfstæðum herbergisstjórneiningum, upp í heildar kerfi. Inni í því geta verið skjámyndakerfi með síritun, tilkynningar um viðvaranir og villuboð og tengingar við lagna og loftræstkerfi, brunakerfi, ljósastýringar, mælastöðvar, myndavélar og hljóðkerfi o.s.frv. 

Tengiliðir

Sigurður G. Símonarson

Fagstjóri, Húskerfi

sigsim@mannvit.is

+354 422 3137

Sveinn Logi Guðmannsson

Iðnaðartæknifræðingur B.Sc, húskerfi

logi@mannvit.is

+354 422 3164

Garðar Kristján Halldórsson

Rafmagnsverkfræðingur M.Sc., húskerfi

gardarh@mannvit.is

+354 422 3163