Iðnaðarferli og vélbúnaður

Mannvit býður upp á víðtæka sérfræðiráðgjöf í véla- og iðnaðarverkfræði sem byggir á langri þjónustu við iðnfyrirtæki hér á landi og erlendis. Sérfræðingar okkar leysa fjölbreytt verkefni í vélahönnun, stýringum, þróun tæknilausna, hagkvæmniathugun og verkefnastjórnun. 

Mannvit-day1-2014-_DSC3792.jpg

Starfsemin tekur á öllum þáttum vélaverkfræði, frá hugmynd að lokahandtaki. Stuðst er við besta tölvubúnað og forrit fyrir útreikninga og teikningar svo sem þrívíðar teikningar, burðarþolsgreiningar og straumfræðigreiningar.

Meðal verkefnaflokka, sem við höfum sinnt, eru:

  • Vinnsla og endurnýting sorps, hreinsun hauggass og nýting metans.
  • Vatnsveitur, hitaveitur, gasveitur og fráveitur.
  • Olíubirgðastöðvar, bensínstöðvar og sjálfsafgreiðslustöðvar.
  • Birgðageymar og síló fyrir vatn, olíu, loðnu, ammoníak, mjöl og súrál.
  • Fiskimjölsverksmiðjur og ýmiss konar efnaverksmiðjur.
  • Kostnaðaráætlanir, hagkvæmniathuganir og matsgerðir.
  • Útboðsgögn fyrir verkframkvæmdir og þjónustu.

Í reynslubanka okkar eru fjölbreytt iðnaðarverkefni t.d. ammóníakgeymir í Póllandi, metanstöðvar Sorpu og Norðurorku, kísilmálmverksmiðja Thorsil ásamt álverum á Íslandi.

Tengiliðir

Gunnar Herbertsson

Fagstjóri vélbúnaðar og efnaferla

gunnar@mannvit.is

+354 422 3117

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðarferla

gunnarsv@mannvit.is

+354 422 3088