Innkaup

Meginmarkmið innkaupaferla Mannvits er að hámarka virði fjárfestinga fyrir hönd verkkaupa. Innkaup eru gerð samkvæmt fyrirfram ákveðnu ferli sem tryggir örugga afhendingu á vörum og þjónustu á réttu verði, á réttum tíma og af réttum gæðum. Til þess að þetta megi takast verður að huga að innkaupum á fyrstu stigum verkefna með því að setja upp innkaupaáætlun (procurement strategy) og velja útboðsform fyrir einstaka verkliði verksins strax í upphafi.

Innkaup (1)

Á útboðsstigi verkefna sjá innkauparáðgjafar Mannvits um gerð útboðsgagna, útboð verka  og opnun tilboða. Þeir sjá síðan um að velja hæfustu verktakana (birgjana) og semja við þá. Á framkvæmdatíma eru verksamningar reknir af innkauparáðgjöfum Mannvits en í því fellst að fylgst er með að verkhraði og að greiðslur séu í samræmi við gerða samninga. Einnig fer öll breytingarstjórnun verksamninga í gegnum innkauparáðgjafana á skipulagðan hátt. Við verklok er gengið frá lokauppgjöri við verktaka fyrir hönd verkkaupa.

Innkaupaferlar Mannvits tryggja örugga og hagkvæma afhendingu vöru og þjónustu. Þeir draga úr fjárhagslegri áhættu og auðvelda ákvarðanatöku verkkaupa varðandi framvindu verkefna.

Tengiliðir

Jón Már Halldórsson

Sviðsstjóri verkefnastjórnunar

jh@mannvit.is

+354 422 3421

Valdimar Jónsson

Verkefnastjóri Innkaup

valdimarj@mannvit.is

+354 422 3264

Jóhanna Ásta Vilhjálmsdóttir

Fagstjóri Innkaup

johannav@mannvit.is

+354 422 3234