Innkaup

Mannvit veitir innkauparáðgjöf á vöru og þjónustu ásamt gerð útboðsgagna og verksamninga. Meginmarkmið innkaupaferla Mannvits er að hámarka virði fjárfestinga fyrir hönd verkkaupa. 

Innkaup eru gerð samkvæmt fyrir fram ákveðnu ferli sem tryggir örugga afhendingu á vörum og þjónustu á réttu verði, á réttum tíma og af réttum gæðum. Til þess að þetta megi takast verður að huga að innkaupum á fyrstu stigum verkefna með því að setja upp innkaupaáætlun. Innkauparáðgjafar skipuleggja innkaupin í samræmi við þarfir viðskiptavina, meta fjölda innkaupapakka og umfang hvers pakka. Fyrir opinbera viðskiptavini er fylgt lögum um opinber innkaup og lögum um framkvæmd útboða.

Innkaup og samningagerð

Í nánu samstarfi við verkkaupa sjá innkauparáðgjafar um val á bjóðendum, gerð útboðsgagna, ásamt því að bjóða verkin út á útboðsvef Mannvits, sjá um samskipti við bjóðendur á útboðstíma, tilboðsopnun, yfirferð og mat á tilboðum og gerð samninga. Tegundir samninga geta t.d. verið skv. FIDIC, ÍST 30, ÍST35 eða samkvæmt sérskilmálum.

Á framkvæmdatíma eru verksamningar reknir af innkauparáðgjöfum eða verkefnisstjórum, en í því felst að tryggt sé að gæði verksins, verkhraði, framvinda og greiðslur séu í samræmi við gerða samninga.

Breytingastjórnun verksamninga fer í gegnum innkauparáðgjafa/verkefnisstjóra á skipulagðan hátt. Við verklok er framkvæmd verklokaúttekt og gengið frá lokauppgjöri við verktaka fyrir hönd viðskiptavinar og samningum lokað.

Innkaupaferlar Mannvits tryggja örugga og hagkvæma afhendingu vöru og þjónustu. Þeir draga úr fjárhagslegri áhættu og auðvelda ákvarðanatöku viðskiptavinar varðandi framvindu verkefna.

Tengiliðir

Jóhanna Ásta Vilhjálmsdóttir

Fagstjóri verkefnastjórnun

johannav@mannvit.is

+354 422 3234

Valdimar Jónsson

Verkefnastjóri Innkaup

valdimarj@mannvit.is

+354 422 3264

Ásmundur Magnússon

Byggingartæknifræðingur B.Sc. Innkaup

asi@mannvit.is

+354 422 3361