
Rannsóknaráðstefna Vegagerðarinnar
Rannsóknaráðstefnu Vegagerðarinnar fer fram föstudaginn 3...
Mannvit annast víðtæka ráðgjöf í jarðfræðirannsóknum fyrir mannvirkjagerð. Þar má nefna m.a. skipulag, umsjón og eftirlit með rannsóknum á þykkt og gerð lausra jarðlaga, berggrunnsathugunum, jarðfræðikortlagningu, sprungukortlagningu, grunnvatnsmælingum, jarðefnaathugunum, borrannsóknum, grefti könnunargryfja og berggæðamat.
Jarðfræðirannsóknir eru nauðsynlegur þáttur fyrir mannvirkjagerð, efnistökustaði og skipulagningu byggðar:
Fyrir neysluvatnsöflun, hvort heldur úr brunnum eða borholum:
Mannvit hefur m.a. gert fjölmargar jarðgrunnsathuganir og sprunguleitarathuganir, á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar, fyrir skipulagningu byggðar og kannað þykkt og gerð jarðvegs á byggingarreitum og vegstæðum víðs vegar um landið.
Mannvit hefur umfangsmikla reynslu á sviði jarðfræðirannsókna. Sérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu við hönnun, ráðgjöf og eftirlit með rannsóknarborunum og grefti könnunargryfja tengdum virkjunum, hafnargerð, vegagerð, jarðgöngum, ofanflóðavörnum, byggingum og öðrum mannvirkjum.