Jarðfræði

Mannvit annast víðtæka ráðgjöf í jarðfræðirannsóknum fyrir mannvirkjagerð.  Þar má nefna m.a. skipulag, umsjón og eftirlit með rannsóknum á þykkt og gerð lausra jarðlaga, berggrunnsathugunum, jarðfræðikortlagningu, sprungukortlagningu, grunnvatnsmælingum, jarðefnaathugunum, borrannsóknum, grefti könnunargryfja og berggæðamat.

Jarðfræðirannsóknir eru nauðsynlegur þáttur fyrir mannvirkjagerð, efnistökustaði og skipulagningu byggðar:

  • Kortleggja þarf gerð og þykkt lausra jarðlaga.
  • Kanna gerð berggrunns.
  • Kanna sprungur og misgengi.
  • Mæla stöðu grunnvatns.
  • Gera nauðsynlegar prófanir á lausum jarðefnum og bergi. 
Efnisrannsóknir - Mannvit.is

Fyrir neysluvatnsöflun, hvort heldur úr brunnum eða borholum:

  • Kortlögð gerð, lega og vatnsleiðni jarðmyndana í borholum meðan á borun stendur.
  • Lagt mat á lekt og vatnsgæfni jarðlaga með lektar- og dæluprófunum.
  • Mælingar á grunnvatnshæð.

Mannvit hefur m.a. gert fjölmargar jarðgrunnsathuganir og sprunguleitarathuganir, á höfuðborgarsvæðinu og annars staðar, fyrir skipulagningu byggðar og kannað þykkt og gerð jarðvegs á byggingarreitum og vegstæðum víðs vegar um landið.

Mannvit hefur umfangsmikla reynslu á sviði jarðfræðirannsókna. Sérfræðingar okkar hafa margra ára reynslu við hönnun, ráðgjöf og eftirlit með rannsóknarborunum og grefti könnunargryfja tengdum virkjunum, hafnargerð, vegagerð, jarðgöngum, ofanflóðavörnum, byggingum og öðrum mannvirkjum.

Tengiliðir

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092

Matthías Loftsson

Jarðverkfræðingur M.Sc.

ml@mannvit.is

+354 422 3090

Haraldur Hallsteinsson

Jarðfræði M.Sc.

haraldurh@mannvit.is

+354 422 3331