Jarðgerð
Mannvit veitir ráðgjöf við einstök eða öll þau skref sem taka þarf við byggingu og rekstur jarðgerðarstöðvar, hvort sem um er að ræða undirbúning, leyfisumsóknir, hönnun, útboð, eftirlit með byggingu, gangsetningu og rekstur.

Tilgangur
Jarðgerðarstöðvar taka á móti lífrænum úrgangi frá sláturhúsum og kjöt- og fiskiðnaði, matarúrgangi, pappír, pappa, garðaúrgangi og húsdýraúrgangi. Jarðgerðarstöðvar leysa vandamál við meðhöndlun lífræns úrgangs á svæði sveitarfélaga með umhverfisvænum hætti. Jarðgerðarstöðvar þurfa að uppfylla íslenskar og evrópskar reglugerðir um meðhöndlun sláturúrgangs.
Úrgangur er hakkaður í jafna stærð og blandaður til að tryggja einsleita samsetningu, rétt C/N hlutfall, raka o.s.frv. Blandan er sett í tromlur þar sem hún hitnar við að lofti er blásið um hana þannig að örverur og bakteríur brjóta lífræna efnið niður í koldíoxíð og vatn. Jarðgerðinni er haldið áfram í 8-12 daga en eftirmeðferð heldur áfram undir beru lofti í 3-6 mánuði til að fá fram fullþroskaða moltu eða jarðvegsbæti.
Kostir jarðgerðar eru endurnýting mikilvægra næringarefna úr úrgangi, sem nota má til áburðar í stað þess að urða.
Verkreynsla
Mannvit gegndi m.a. aðalhlutverki í hönnun og byggingu jarðgerðarstöðvar Moltu hf sem gangsett var 2009 og er í eigu sveitarfélaga við Eyjafjörð, matvælafyrirtækja og fleiri aðila. Jarðgerðarstöðin er sú stærsta í Evrópu sem notar s.k. tromlujarðgerðartækni og er hönnuð til að taka við lífrænum úrgangi frá Eyjafjarðarsvæðinu.
Mannvit veitir þjónustu við eftirfarandi verkþætti jarðgerðar:
- Undirbúningur
- Hönnun
- Framkvæmdir
- Rekstur
Jarðgerðarstöðvar leysa vandamál við meðhöndlun lífræns úrgangs sveitarfélaga með umhverfisvænum hætti. Jarðvegsbætinn má nýta til áburðar.