
Jarðhitaborun í Eþíópíu hafin
Borun fyrstu jarðhitaholu fyrir 50 MW jarðhitavirkjun í E...
Borráðgjafarteymi Mannvits samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum í gerð boráætlana, holuhönnun, holudælum, meðhöndlun jarðhitavökva, hönnun borplans, jarðfræði og forðafræði. Teymið veitir borráðgjöf ásamt boreftirliti á verkstað. Lögð er rík áhersla á öryggis- og umhverfismál í allri okkar vinnu.
Teymið hefur áratugareynslu af jarðhitaborunum sem spannar boranir við erfið skilyrði vegna yfirhitaðrar gufu, tærandi vökva, útfellinga og mikilla tapa í borun svo eitthvað sé nefnt.
Þjónusta tengd jarðhitaborun
Rekstaraðilar jarðvarmavirkjanna skilja mikilvægi þess að lágmarka áhættu við uppbyggingu jarðhitasvæða. Öflun gufu frá jarðhitageyminum er á meðal mikilvægustu verkefnanna við uppbyggingu jarðhitasvæðis þar sem framtíð verkefnisins veltur á því hvernig til tekst.
Saga Mannvits er samtvinnuð langri sögu jarðvarmanýtingar á Íslandi og býr Mannvit yfir einstakri sérfræðiþekkingu á sviði borverkfræði og jarðhitanýtingar sem ekki verður sótt beint frá öðrum iðnaði. Mannvit hefur veitt verkfræðiþjónustu á sviði jarðhitaborana og sinnt eftirliti fyrir hönd verkkaupa í yfir 50 ár.
Sérfræðihópur mannvits á sviði yfirborðsrannsókna og boranna samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum á öllum sviðum.
Boreftirlit og borholuhönnun á yfir 200 jarðhitaholum víðsvegar í heiminum.