Jarðhitaborun

Borráðgjafarteymi Mannvits samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum í gerð boráætlana, holuhönnun, holudælum, meðhöndlun jarðhitavökva, hönnun borplans, jarðfræði og forðafræði. Teymið veitir borráðgjöf ásamt boreftirliti á verkstað. Lögð er rík áhersla á öryggis- og umhverfismál í allri okkar vinnu.

Jarðhitaborun - Mannvit.is

Teymið hefur áratugareynslu af jarðhitaborunum sem spannar boranir við erfið skilyrði vegna yfirhitaðrar gufu, tærandi vökva, útfellinga og mikilla tapa í borun svo eitthvað sé nefnt.

Þjónusta tengd jarðhitaborun

  • Boráætlanir
  • Staðsetning hola og útsetning/hönnun borstæða
  • Holuhönnun
  • Gerð útboðsgagna og mat tilboða
  • Umsjón útboða
  • Boreftirlit
  • Holuprófanir
  • Holumælingar
  • Svarfgreining og jarðfræðiráðgjöf við borun
  • Örvun
  • Úttekt bortækja, tengds búnaðar og efna
  • Holuviðgerðir

Rekstaraðilar jarðvarmavirkjanna skilja mikilvægi þess að lágmarka áhættu við uppbyggingu jarðhitasvæða. Öflun gufu frá jarðhitageyminum er á meðal mikilvægustu verkefnanna við uppbyggingu jarðhitasvæðis þar sem framtíð verkefnisins veltur á því hvernig til tekst.

Saga Mannvits er samtvinnuð langri sögu jarðvarmanýtingar á Íslandi og býr Mannvit yfir einstakri sérfræðiþekkingu á sviði borverkfræði og jarðhitanýtingar sem ekki verður sótt beint frá öðrum iðnaði. Mannvit hefur veitt verkfræðiþjónustu á sviði jarðhitaborana og sinnt eftirliti fyrir hönd verkkaupa í yfir 50 ár.

Sérfræðihópur mannvits á sviði yfirborðsrannsókna og boranna samanstendur af reynslumiklum sérfræðingum á öllum sviðum.

Boreftirlit og borholuhönnun á yfir 200 jarðhitaholum víðsvegar í heiminum.

Tengiliðir

Arnar Bjarki Árnason

Véltæknifræðingur, jarðvarmi

arnar@mannvit.is

+354 422 3147

Kristinn Ingason

Fagstjóri jarðvarmi

kristinn@mannvit.is

+354 422 3122