Jarðhitarannsóknir

Mannvit kappkostar að vera leiðandi fyrirtæki í grunnrannsóknum á jarðhitakerfum og nýtingu þeirra.

Sérfræðingar okkar búa yfir áratuga reynslu á sviði jarðhitarannsókna, hvort sem um er ræða jarðhitaleit, alhliða rannsóknir á jarðhitasvæðum eða eftirlit með rekstri þeirra. Mannvit hefur unnið að mörgum verkefnum innanlands, auk svæða í Evrópu, Asíu, Austur Afríku og Norður-, Suður- og Mið-Ameríku.

Jarðhiti Þeistareykir

Mannvit veitir alhliða ráðgjöf og þjónustu við undirbúning, framkvæmd og eftirlit við boranir. Fyrirtækið sinnir tæknilegum og hagrænum athugunum á nýjum nýtingarkostum jarðhita. Í jarðhitateymi fyrirtækisins eru leiðandi ráðgjafarfyrirtæki í jarðhitavinnslu, grunnrannsóknum og hagnýtum rannsóknum. 

Jarðhitateymið býr yfir heildarþekkingu á nýtingu jarðhitasvæða og mikilli kunnáttu í jarðfræðilegu, jarðefnafræðilegu og jarðeðlisfræðilegu mati á jarðhitasvæðum, borstaðsetningu, forðalíkangerð, auðlindamati og öðrum tengdum verkefnum. 

Mannvit hefur sérfræðiþekkingu á öllum helstu fagsviðum jarðhitarannsókna:

  • Jarðfræði
  • Jarðeðlisfræði
  • Landupplýsingar
  • Jarðefnafræði
  • Umhverfisfræði
  • Borholujarðfræði
  • Borholuverkfræði
  • Forðafræði

Eftir fimm áratuga reynslu af ráðgjöf um nýtingu jarðhita vitum við að engin tvö verkefni eru eins.

Tengiliðir

Kristinn Ingason

Fagstjóri jarðvarmi

kristinn@mannvit.is

+354 422 3122

Þorsteinn Sigmarsson

Svæðisstjóri Asíumarkaður

thorsteinn@mannvit.is

+354 422 3121 // +62 8111 031 094 (ID)

Play

Jarðhitaráðgjöf