Jarðhitaþróun

Mannvit býður upp á breitt svið þjónustu í jarðhitanýtingu og hefur gert það í á sjötta áratug og sinnir undirbúningi, hönnun, verkstjórn, framkvæmdaeftirliti og rekstraráðgjöf í stórum sem smáum verkefnum. Á vegum Mannvits starfar á annað hundrað jarðhitasérfræðinga, vísindamanna og tæknimanna sem geta annast alla þætti jarðhitanýtingar frá upphafi til enda. 

Mannvit hefur þjónustað jarðhitaverkefni á Íslandi, í Evrópu, Asíu og Norður- og Suður-Ameríku og getur haft umsjón með ferlinu öllu eða einstökum þáttum þess eftir því hvers viðskiptavinurinn óskar. 

Mannvit-dagur-3- _DSC6222.jpg (1)

Mannvit býður viðskiptavinum sínum upp á tækni- og verkfræðiþjónustu á öllum stigum jarðhitavinnslu, þar á meðal:

  • Jarðhitaleit
  • Jarðhitaborun
  • Jarðhitavirkjun
  • Gangsetningu og afhendingu
  • Rekstur og viðhald
  • Hugbúnaðarþróun
  • Kennslu og þjálfun (þekkingarmiðlun)


Stigin í þróun á jarðhitanýtingu

  • Leit og rannsókn
  • Forhagkvæmniathugun
  • Hagkvæmniathugun
  • Verkhönnun og framkvæmdir
  • Rekstur og viðhald

Leit og rannsóknir
Megintilgangurinn með leitar- og rannsóknarstiginu er að kanna hvort til staðar sé jarðhiti sem hægt er að hagnýta.  Fyrsta verkið er að gera mat, sem felur í sér söfnun og greiningu á öllum tiltækum gögnum um jarðhitasvæðið og umhverfi þess, svo hægt sé að ákvarða umfang og eðli jarðhitaleitarinnar sem fylgir í kjölfarið.
Næsta skref er vettvangsrannsókn sem felur yfirleitt í sér:

  • Gerð jarðfræðikorta af mikilvægum jarðfræðiþáttum svo kanna megi jarðfræðilega uppbyggingu jarðhitakerfisins.
  • Jarðefnagreiningu á vökva af yfirborðinu eða grunnum borholum, ef hægt er, svo fá megi hugmynd um hitastig.
  • Jarðeðlisfræðirannsókn, svo sem viðnámsmælingar og þyngdarmælingar og jarðskjálftalíkön eftir þörfum svo fá megi betri hugmynd um staðhætti neðanjarðar á jarðhitasvæðinu.
  • Borholumælingar (yfirleitt 50-300 m) til að mæla hitastig svo finna megi uppflæði heits vökva á jarðhitasvæðinu



Forhagkvæmniathugun
Séu niðurstöður leitarinnar jákvæðar er farið í forhagkvæmniathugun þar sem sjónum er beint að því að finna bestu staðsetninguna. Á þessu stigi fara m.a. fram:

  • Nákvæmari jarðeðlisfræðirannsóknir
  • Borun á grönnum holum (+300 m)
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Borun á djúpri rannsóknarholu
  • Efnagreining vökva
  • Mat á vinnslumöguleikum
  • Gögn forhagkvæmniathugunar greind og tekin saman


Hagkvæmniathugun
Á þessu stigi er arðsemi jarðhitasvæðisins yfirleitt könnuð með eftirfarandi:

  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Boranir á vinnslu- og niðurrennslisholum
  • Vökvasýni og efnagreining
  • Prófanir og mælingar á borholum
  • Hönnunarlíkan
  • Mat á vinnslumöguleikum (vinnslulíkan)
  • Hönnunardrög að virkjun og yfirborðsbúnaði
  • Gögn hagkvæmniathugunar greind og tekin saman


Nákvæmt fyrirkomulag og framkvæmdir
Ef jarðhitaframkvæmdir reynast vera hagkvæmar og búið er að tryggja orkukaup og fjármögnun er farið að huga að nákvæmu fyrirkomulagi og framkvæmdum. Vinnan hefst á eftirfarandi:

  • Hönnun á vinnslu- og niðurrennslisholum og borstæði
  • Boranir á vinnslu- og niðurrennslisholum
  • Hönnun á vinnslubúnaði og mannvirkjum
  • Nákvæm hönnun á orkuveri og gufusöfnunarkerfi
  • Nákvæm hönnun á háspennilínum og ákvörðun aðgangsstaða
  • Samningar við þjónustuveitendur um nákvæma hönnun, verkfræðiþjónustu, innkaup, framkvæmdir og verkefnisstjórnun
  • Bygging orkuvers og búnaðar
  • Þjálfun stjórnenda og gangsetning


Starfsemi og viðhald
Eftir afhendingu hefst regluleg starfsemi jarðvarmavirkjunarinnar og sjálfbær orkuframleiðsla.
Með eðlilegu viðhaldi og ábyrgri stjórnun og nýtingu getur jarðvarmavirkjun framleitt endurnýjanlega orku áratugum saman.

Af heildarnotkun orku á Íslandi árið 2013 var jarðhiti 68%, vatnsorka 18%, olía 12% og kol 2%. Innlend orka var því um 86% af heildarnotkun. 

Tengiliðir

Kristinn Ingason

Fagstjóri jarðvarmi

kristinn@mannvit.is

+354 422 3122

Þorsteinn Sigmarsson

Svæðisstjóri Asíumarkaður

thorsteinn@mannvit.is

+354 422 3121 // +62 8111 031 094 (ID)

Play

Jarðhitaráðgjöf og verkreynsla