
Smáþörungaverksmiðja opnar
Algaennovation Iceland opnaði smáþörungaverksmiðju sína v...
Mannvit hefur mikla reynslu af jarðskautum og býður alhliða þjónustu fyrir hvort sem er hönnun á nýjum jarðskautum eða athugun á hæfni jarðskauta sem nú þegar eru í rekstri. Mannvit hefur sérstakan jarðskautshugbúnað, CDEGS, til að hanna og sannreyna hæfni jarðskaut. Mannvit á jafnframt mælitæki fyrir til að mæla jarðskaut og gera jarðeðlisviðnámsmælingar. Á meðal jarðskauta sem Mannvit hefur hannað eru jarðskaut fyrir tengivirki, virkjanir, gagnaver og háspennumöstur.
Jarðskaut eru mikilvægur öryggisþáttur í rekstri alls rafmagnsbúnaðar, sér í lagi háspennuvirkja og virkjana. Gott jarðskaut kemur í veg fyrir raflost völdum óbeinnar snertingar og tryggir jafnframt að varnarbúnaður virki sem skyldi.