Jarðtækni og grundun

Jarðtæknileg hönnun er mikilvægur liður í undirbúningi allra mannvirkja og hafa sérfræðingar Mannvits mikla reynslu á þessu sviði. Umfangsmestu verkefnin tengjast flest virkjunum, hafnargerð, stífluhönnun, samgöngumannvirkjum og stóriðju.

Jarðtækni og grundun - Mannvit.is

Ráðgjafar Mannvits búa yfir mikilli reynslu af jarðtæknilegri hönnun og eftirliti með slíkum mannvirkjum. Þeir meta burðarþol, reikna stæðni, gera sigspár og meta hættu á ysjun í jarðskjálftum. Í stærri verkefnum er oft þörf umfangsmikilla og sérhæfðra jarðtæknirannsókna á lausum jarðlögum og berggrunni til að meta eiginleika þeirra.

Rannsóknir eru skipulagðar á þeim jarðefnum, sem á að nýta og einnig á grunni mannvirkja. Þar sem djúpt er niður á klöpp eru stundum boraðar SPT- og/eða CPT-holur sem gefa til kynna eiginleika jarðvegsins. Einnig eru tekin óhreyfð sýni sem eru prófuð á rannsóknarstofu til að meta skerstyrk og sigeiginleika.

Byggingar eru stundum grundaðar á staurum ef djúpt er niður á fast eða jarðvegur burðarlítill t.d. í mýri. Þegar um léttari byggingar er að ræða er sá kostur fyrir hendi að fergja byggingarreitinn áður en framkvæmdir hefjast til að ná fram áætluðu sigi sem byggingin myndi annars valda.

Í stærri verkefnum er oft þörf á umfangsmiklum og sérhæfðum rannsóknum til undirbúnings. Rannsóknarstofa Mannvits gegnir þar stóru hlutverki við greiningu á jarðvegssýnum.

Tengiliðir

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092

Jórunn Halldórsdóttir

Byggingarverkfræðingur

jorunn@mannvit.is

+354 422 3035

Þorri Björn Gunnarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

tbg@mannvit.is

+354 422 3210

Benedikt Stefánsson

Jarðtækniverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

benedikts@mannvit.is

+354 422 3187

Play

Myndband Vegagerðarinnar - Breikkun Hringavegar Hveragerði - Selfoss, 1. áfangi