
Framkvæmdaeftirlit Kröflulínu 3
Framkvæmdir eru hafnar við Kröflulínu 3. Mannvit mun hafa...
Jarðtæknileg hönnun er mikilvægur liður í undirbúningi allra mannvirkja og hafa sérfræðingar Mannvits mikla reynslu á þessu sviði. Umfangsmestu verkefnin tengjast flest virkjunum, hafnargerð, stífluhönnun, samgöngumannvirkjum, ofanflóðavörnum og stóriðju en grundun bygginga af öllum stærðum og gerðum er einnig stór þáttur í starfseminni.
Jarðtækniskýrsla skal gerð fyrir öll mannvirki samkvæmt íslenskri byggingareglugerð og hafa sérfræðingar Mannvits víðtæka reynslu við gerð hennar. Nánar um gerð jarðtækniskýrslu. Mannvit framkvæmir einnig plötupróf/þjöppupróf á malarfyllingum.
Ráðgjafar Mannvits búa yfir mikilli reynslu af jarðtæknilegum rannsóknum, hönnun og eftirliti með ofangreindum mannvirkjum. Meðal viðfangsefna má nefna:
Rannsóknir eru skipulagðar á jarðefnum/jarðlögum sem greina þarf. Rannsóknarstofa Mannvits býr yfir tækjabúnaði og sérþekkingu til að gera allar helstu prófanir og má þar meðal annars nefna:
Í mörgum verkefnum er þörf á sérhæfðum rannsóknum. Rannsóknarstofa Mannvits gegnir þar stóru hlutverki við greiningu og prófanir á jarðvegssýnum.
Myndband Vegagerðarinnar - Breikkun Hringavegar Hveragerði - Selfoss, 1. áfangi