Jarðtækni

Jarðtæknileg hönnun er mikilvægur liður í undirbúningi allra mannvirkja og hafa sérfræðingar Mannvits mikla reynslu á þessu sviði. Umfangsmestu verkefnin tengjast flest virkjunum, hafnargerð, stífluhönnun, samgöngumannvirkjum, ofanflóðavörnum og stóriðju en grundun bygginga af öllum stærðum og gerðum er einnig stór þáttur í starfseminni.

Jarðtækniskýrsla skal gerð fyrir öll mannvirki samkvæmt íslenskri byggingareglugerð og hafa sérfræðingar Mannvits víðtæka reynslu við gerð hennar. Nánar um gerð jarðtækniskýrslu. Mannvit framkvæmir einnig plötupróf/þjöppupróf á malarfyllingum.

Ráðgjafar Mannvits búa yfir mikilli reynslu af jarðtæknilegum rannsóknum, hönnun og eftirliti með ofangreindum mannvirkjum. Meðal viðfangsefna má nefna:

  • Mat á jarðgrunnsaðstæðum
  • Mat og greining á burðarþoli jarðvegs
  • Stöðugleikagreining (stæðni) lausra jarðlaga
  • Mælingar og mat á áhrifum grunnvatns á jarðlög
  • Sigspár og fergingarhönnun
  • Mat á hættu ysjunar jarðvegs í jarðskjálfta
  • Mat og hönnun á mismunandi grundunaraðferðum mannvirkja
bergtækni (1)

Rannsóknir eru skipulagðar á jarðefnum/jarðlögum sem greina þarf. Rannsóknarstofa Mannvits býr yfir tækjabúnaði og sérþekkingu til að gera allar helstu prófanir og má þar meðal annars nefna:

  • Þríásapróf
  • Sigpróf
  • Skerbox

Í mörgum verkefnum er þörf á sérhæfðum rannsóknum. Rannsóknarstofa Mannvits gegnir þar stóru hlutverki við greiningu og prófanir á jarðvegssýnum.

Tengiliðir

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092

Benedikt Stefánsson

Jarðtækniverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

benedikts@mannvit.is

+354 422 3187

Jórunn Halldórsdóttir

Byggingarverkfræðingur

jorunn@mannvit.is

+354 422 3035

Þorri Björn Gunnarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

tbg@mannvit.is

+354 422 3210

Play

Myndband Vegagerðarinnar - Breikkun Hringavegar Hveragerði - Selfoss, 1. áfangi