Jarðtækniskýrsla

Íslensk byggingareglugerð gerir kröfu um að jarðtækniskýrsla sé gerð og liggi fyrir á hönnunarstigi fyrir öll íslensk mannvirki. Í henni eru gefnar nauðsynlegar forsendur fyrir grundun mannvirkja sem byggja á fyrirliggjandi upplýsingum um jarðfræðiaðstæður og jarðtækniaðstæður. Sérfræðingar Mannvits hafa mikla reynslu af gerð jarðtækniskýrslu fyrir ólíkar gerðir mannvirkja og öflun nauðsynlegra upplýsinga, hvort sem þær koma frá nýjum rannsóknum, eldri athugunum, nágrannamannvirkjum og/eða almennri jarðfræðiþekkingu.

Jarðtækniskýrsla er gerð á grunni nægilegra forsendna eða vitneskju um jarðfræðilegar og jarðtæknilegar aðstæður. Slíka vitneskju þarf stundum að fá með sérstökum jarðfræðirannsóknum, bergtækni eða jarðtæknirannsóknum en í öðrum tilfellum liggja nægilegar slíkar forsendur fyrir. Þessar upplýsingar eru hluti af jarðtækniskýrslunni í samræmi við Eurocode 7.

 

Jarðtækniskýrslugerð

Umfang jarðtækniskýrslu er háð aðstæðum, gerð mannvirkis og eðli hönnunar. Það eru býsna mörg atriði varðandi aðstæður á hverjum stað sem meta þarf út frá réttum forsendum, eins og til dæmis grunnvatn, grundun nálægra mannvirkja, gerð, þykktir og eiginleikar lausra jarðlaga, gerð, eiginleikar og yfirborð bergs eða berglaga („klöpp“) og ekki síst tektónískar sprungur og höggun almennt. 

Mikið er í húfi að grundun mannvirkis sé gerð á réttan hátt og að jarðtæknilegar forsendur séu rétt metnar til að tryggja öryggi, hagkvæmni og endingu mannvirkisins.

Tengiliðir

Atli Karl Ingimarsson

Fagstjóri jarðtækni

atli@mannvit.is

+354 422 3092

Benedikt Stefánsson

Jarðtækniverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

benedikts@mannvit.is

+354 422 3187

Þorri Björn Gunnarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Jarðtækni

tbg@mannvit.is

+354 422 3210