
Lofthreinsistöð Hellisheiðarvirkjunar stækkuð
Á árinu 2014 tók Orka náttúrunnar í notkun hreinsistöð vi...
Mannvit hefur áratugareynslu af undirbúningi jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis og sinnir undirbúningsráðgjöf, hönnun, verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirliti í stórum sem smáum verkefnum.
Helstu jarðvarmaverkefnin snúa að virkjun há- og lághitasvæða, hönnun virkjana til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni, sem og hönnun virkjana sem framleiða rafmagn með nýtingu lághita í tvívökvakerfi.
Þjónusta
Sérþekking og reynsla á sviði virkjunarhönnunar ásamt samþættingu við umhverfis- og jarðfræðirannsóknir, borráðgjöf og verkeftirlit tryggir viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd.
Jarðhitaverkefni
Mannvit hefur í mörgum tilvikum verið frumkvöðull á heimsvísu við að leysa flókin viðfangsefni varðandi hagnýtingu jarðvarma. Samþætting raforku- og heitavatnsframleiðslu, sem stórbætir varmanýtingu jarðhita, eins og Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun eru dæmi um slík verkefni. Mannvit var lykilráðgjafi OR og Orku náttúrunnar í Carbfix og Sulfix verkefnunum sem teljast sem einstök á heimsvísu.