Jarðvarmavirkjanir

Mannvit hefur áratugareynslu af undirbúningi jarðvarmavirkjana á Íslandi og erlendis og sinnir undirbúningsráðgjöf, hönnun, verkefnastjórnun og framkvæmdaeftirliti í stórum sem smáum verkefnum.

Hellisheiðarvirkjun Hellisheidi geothermal power plant - Mannvit.is

Helstu jarðvarmaverkefnin snúa að virkjun há- og lághitasvæða, hönnun virkjana til framleiðslu á rafmagni og heitu vatni, sem og hönnun virkjana sem framleiða rafmagn með nýtingu lághita í tvívökvakerfi.
 

Þjónusta

  • Verkefnastjórnun
  • Frumhönnun og forhönnun
  • Verkhönnun, hagkvæmniathugun og kostnaðarmat
  • Kerfishönnun
  • Áætlanagerð
  • Heildarhönnun virkjunar og framkvæmdasvæðis
  • Verklýsingar
  • Útboð og mat tilboða
  • Framkvæmdaeftirlit
  • Prófanir og gangsetning
  • Viðtökupróf
  • Þjálfun rekstraraðila
  • Borráðgjöf
  • Borkjarnagreining og mælingar
  • Líkangerð og auðlindarmat
  • Mat á umhverfisáhrifum
  • Umhverfiseftirlit

Sérþekking og reynsla á sviði virkjunarhönnunar ásamt samþættingu við umhverfis- og jarðfræðirannsóknir, borráðgjöf og verkeftirlit tryggir viðskiptavinum okkar áhættuminni og hagkvæmari framkvæmd.

Tengiliðir

Kristinn Ingason

Fagstjóri jarðvarmi

kristinn@mannvit.is

+354 422 3122

Einar Pálmi Einarsson

Rafmagnsverkfræðingur M.Sc.

einarp@mannvit.is

+354 422 3452

Play

Jarðhitaverkefni

Mannvit hefur í mörgum tilvikum verið frumkvöðull á heimsvísu við að leysa flókin viðfangsefni varðandi hagnýtingu jarðvarma. Samþætting raforku- og heitavatnsframleiðslu, sem stórbætir varmanýtingu jarðhita, eins og Hellisheiðarvirkjun og Nesjavallarvirkjun eru dæmi um slík verkefni. Mannvit var lykilráðgjafi OR og Orku náttúrunnar í Carbfix og Sulfix verkefnunum sem teljast sem einstök á heimsvísu.