Kortagerð

Mannvit býður upp á þjónustu við kortagerð  af ýmsu tagi fyrir viðskiptavini sína. Kortin eru ýmist unnin á hnitsettar loftmyndir eða stafræna kortagrunna og afhent  tilbúin til prentunar eða birtingar á rafrænu formi. Flest kort eru unnin í ArcGIS hugbúnaði frá ESRI sem er eitt af öflugri kortagerðaforritum á markaðnum. Einnig er unnið með kort í hönnunar-og umbrotsforritum frá Adobe.

Cartographic services - Mannvit.is

Með aukinni notkun margs konar snjalltækja hefur nýting landupplýsinga farið vaxandi, auk þess sem aðgengi að opinberum landupplýsingagögnum hefur batnað mikið. Með hugbúnaði frá  ArcGIS geta sérfræðingar Mannvits útbúið sérsniðin landakort fyrir viðskiptavini sem þeir svo hlaða niður í ákveðið smáforrit. Með innbyggðu staðsetningartæki snjalltækjanna má sjá staðsetningu á eigin korti. Slík kort geta hentað vel fyrir útivistarhópa hverskonar s.s. gönguhópa, hjólreiðafólk, björgunarsveitir og aðra viðbragðsaðila.

Kort eru oft það síðasta sem þér dettur í hug en eru í raun það fyrsta sem þú virkilega þarft.

Tengiliðir

Steinþór Traustason

Landfræðingur B.Sc. Umhverfismál

stt@mannvit.is

+354 422 3335

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054