Kostnaðaráætlanir

Mannvit býður uppá gerð kostnaðaráætlana og kostnaðargát. Starfsfólk okkar hefur bæði mikla reynslu ásamt sérhæfðum forritum sem nýtt eru við gerð og utanumhald áætlana í kostnaðargátinni. Kostnaðaráætlun er nauðsynlegt tæki til ákvarðanatöku og eftirfylgni verkefna. Nákvæmni hennar ræðst af þeim upplýsingum sem liggja fyrir hverju sinni, þ.e. hversu vel verkefnið er skilgreint á þeirri stundu sem áætlunin er gerð. Því minna sem verkefnið er skilgreint, því meiri óvissa og vikmörk eru á áætluninni. Eftir því sem verkefnið þróast og hönnun miðar áfram, er hægt að auka nákvæmni áætlunarinnar. 

Ekki er síður mikilvægt að skilgreina vel hver er grunnur kostnaðaráætluninnar (Basis of Estimate) þar sem tíundað er hvað er innifalið í áætlun og hvað er undanskilið, vikmörk og verðlag tilgreind og aðrar forsendur skýrðar svo ljóst sé til hvaða þátta áætlunin tekur.

Kostnaðargát og frammistöðuvísir

Kostnaðargát Mannvits er sniðin að þörfum viðskiptavinarins. Í verkfærakistu Mannvits er að finna forrit sem heldur utan um allan kostnað í verkefnum m.a. kostnaðaráætlanir, áfallinn kostnað, breytingar og ófyrirséðan kostnað.

Reiknaðir eru frammistöðuvísar kostnaðar (CPI, Cost Performance Index) og frammistöðuvísar tímaáætlunar (SPI, Scedule Performance Index). Frammistöðuvísarnir segja til um hvort verkefnið sé  undir eða yfir kostnaðar- og tímaáætlun. Að auki eru gerðir útreikningar á hver verður líklegur endanlegur kostnaður verkefnisins (EAC, Estimate at Completion).

Kostnaðargát Mannvit

Verkefnagát

Með verkefnagát er átt við þær aðferðir til þess að afla og greina gögn um tíma og kostnað á móti framvindu. Metin er framvinda verks sem veitir upplýsingar um unnið virði (Earned Value), þ.e. hvar verkefnið er statt miðað við kostnaðar- og tímaáætlanir.

Góð kostnaðaráætlun er góð byrjun, en að halda utan um raunkostnað og framvindu er nauðsynlegt til að geta skilað verkefnum á áætlun, bæði hvað varðar kostnað og tíma,“ Elísabet Rúnarsdóttir sérfræðingur í kostnaðargát.

Tengiliðir

Elísabet Rúnarsdóttir

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Verkefnagát

elisabetr@mannvit.is

+354 422 3339

Christian Schröter

Byggingarverkfræðingur M.Sc., Verkefnagát

christian@mannvit.is

+354 422 3310