Landmælingar

Mannvit býður upp á alla hefðbundna landmælingaþjónustu eins og hæðar- og þríhyrninganetsmælingar, landamerkjamælingar, yfirborðsmælingar, færslumælingar og eftirlitsmælingar í byggingum, vegagerð, jarðgöngum, höfnum og við önnur tengd mannvirki.

Eftirlit á verkstað

Landmælingar eru óaðskiljanlegur hluti framkvæmda og hjá Mannviti starfa reyndir landmælingamenn sem unnið hafa að opinberum og einkaframkvæmdum, bæði stórum og smáum, allt frá vega- og mannvirkjagerð til stærri  orkuframkvæmda, hafnargerðar og  iðnaðarverkefna.

Mælingamenn Mannvits notast við nýjasta tækja- og hugbúnað frá Trimble þar á meðal GPS-tæki, alstöðvar, stafræn fínhallatæki og hallamálstæki auk búnaðar til einfaldra dýptarmælinga.

Meðal verkefna er ýmis landmælingaþjónusta fyrir Vegagerðina, Alcoa, Bechtel, Landsnet, Landsvirkjun, Faxaflóahafnir og Reykjavíkurborg.

Landmælingaþjónusta:

  • Framkvæmdamælingar
  • Yfirborðsmælingar
  • Landamerkjamælingar
  • Reyndarmælingar
  • Færslumælingar
  • Fastmerkjamælingar
  • Hæðarmælingar
  • Útsetningar
  • Dýptarmælingar í höfnum og vötnum

Tengiliðir

Rúnar G Valdimarsson

Byggingarverkfræðingur M.Sc. Samgöngur

runarv@mannvit.is

422 3070

Steinþór Traustason

Landfræðingur B.Sc. Umhverfismál

stt@mannvit.is

+354 422 3335