Landupplýsingakerfi

Mannvit veitir þverfaglega ráðgjöf við úrvinnslu landfræðilegra gagna með með ýmiskonar greiningum í landupplýsingkerfi (LUK). Mannvit notar ArcGIS hugbúnað frá ESRI, sem er einn besti GIS hugbúnaðurinn á markaðnum.Við umhverfisathuganir, jarðhitarannsóknir og margvísleg önnur verkefni er gott landupplýsingakerfi (GIS) öflugt tól til vistunar, stýringar, vinnslu og framsetningar á fjölbreyttu safni landræðilegra gagna.  Gögnin eru vistuð með öruggum og skipulegum hætti í gagnagrunni þannig að sérfræðingar Mannvits hafi greiðan aðgang að þeim.  

Áhersla er lögð á að skrá gögn sem safnað er í stórum verkefnum samkvæmt íslenska landupplýsingastaðlinum IST120 sem tryggir gott skipulag og einnig að samkeyrsla við önnur gagnasöfn, til dæmis gögn opinberra aðila, gangi smurt. Vel skipulögð meðferð gagnagrunna er grundvallaratriði þar sem oft er gríðarlegu magni upplýsinga safnað í verkefnum okkar.  

Mælingar

Landupplýsingakerfi er einnig hægt að nota til ýmissa landfræðilegra greininga. 3D analyst er viðbót við ArcGIS hugbúnaðinn sem gerir Mannvit kleift að framkvæma ýmsar þrívíddargreiningar, eins og sjónlínugreiningar og skuggagreiningar, auk þess sem viðbótin nýtist vel í þrívíddarlíkanagerð. Spatial analyst er önnur viðbót sem Mannvit hefur aðgang að og er notað við ýmsar rýmisgreiningar. Þar á meðal greiningu vatnasviða, útreikninga á dreifingu og líkanagerð. 

Landupplýsingar verða sífellt stærri partur af okkar daglega lífi. Rétt notkun þeirra og getur auðveldað flókna ákvarðanatöku.

Tengiliðir

Steinþór Traustason

Landfræðingur B.Sc. Umhverfismál

stt@mannvit.is

+354 422 3335

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismál og sjálfbærni

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Guðrún Birna Sigmarsdóttir

Landslagsarkitekt M.Sc., Umhverfismál og sjálfbærni

gudrunbirna@mannvit.is

+354 422 3368