Landupplýsingar og jarðhitarannsóknir

Mannvit veitir þjónustu tengda jarðhitarannsóknum og staðsetningu á rannsóknarborholum. Landupplýsingakerfi (ArcGIS) er öflugt tæki til vistunar, stýringar, vinnslu og framsetningar á fjölbreyttu safni landræðilegra gagna og hefur reynst mjög vel við margvíslega ákvarðanatöku. Það gefur kost á að bera saman gagnagrunna jarðfræði og jarðeðlisfræði úr ólíkum áttum sem er mjög mikilvægt fyrir sérfræðinga Mannvits á sviði jarðhitarannsókna. 

GIS Services for Geothermal Energy Exploration - Mannvit.is

Við ákvörðun um staðsetningu rannsóknarhola í jarðhitasvæðum skipta eftirfarandi þrír þættir mestu máli þar sem vísbendingar eru um jarðhita. Vænleg svæði eru afmörkuð á korti í landupplýsingakerfi og greind. 

  • Hentugur bergrunnur er til staðar og staðfestur með borunum.
  • Sprungur í bergi hafa verið greindar með endurkastsmælingum.
  • Mögulegur jarðhiti á hentugu dýpi hefur verið greindur með viðnáms- og þyngdarmælingum. 

Rannsóknarborholur eru staðsettar þar sem allir þrír þættirnir eru til staðar samtímis. Þar má búast við að finna hentugt jarðhitasvæði til vinnslu. Við staðsetningu borhola nýtir Mannvit viðbót við ArcGIS, 3D Analyst,  til að útbúa þrívítt líkan af jarðlögum og sprungum undir fyrirhuguðum borsvæðum. Líkanið nýtist einnig við hönnun borhola og ákvörðun um það í hvaða stefnu eigi að bora og hversu djúpt. 

Við jarðhitarannsóknir hefur landupplýsingakerfi (LUK) reynst mjög vel við margvíslega ákvarðanatöku.

Tengiliðir

Steinþór Traustason

Landfræðingur B.Sc. Umhverfismál

stt@mannvit.is

+354 422 3335

Kristinn Ingason

Fagstjóri jarðvarmi

kristinn@mannvit.is

+354 422 3122