Lífdísill

Sérfræðingar Mannvits hafa yfirgripsmikla þekkingu á framleiðslu lífdísils. Hefðbundinn lífdísill þ.e. fitusýrumetýlester (FAME), er gerður úr fitusýruglýseríðum sem fengin eru úr margs konar plöntum svo sem repjufræjum, olíupálmum eða sojabaunum; eða ýmsum úrgangi svo sem úrgangssteikingarolíu eða fituafskurði frá kjötvinnslu. 

Biodiesel Production Consultants - Mannvit.is

Vinnslan byggir á hvötuðu efnahvarfi milli fitusýruglýseríðanna og metanóls og er almennt talin nokkuð arðbær. Metanól sem notað er í dag er að mestu unnið úr jarðefnaeldsneyti. Af þeim sökum telst lífdísill um 85-90% endurnýjanlegt eldsneyti. Nota má etanól í stað metanóls (FAEE) en það er dýrara og flóknara í notkun en metanól.

Lífdísill er víða notaður í Evrópu, en síður í öðrum heimsálfum. Algengast er að bjóða upp á blöndur með 5 eða 10% lífdísli af rúmmáli (B5 og B10) hefðbundinnar dísilolíu. Algengt er að bílar geti vandræðalaust notað blöndur með allt að 20% lífdísli en margir bílaframleiðendur ábyrgjast ekki bíla sína ef notuð er blanda með meira en 5 eða 10%. 

Mannvit hannaði m.a. lífdísilverksmiðju Orkeyjar á Akureyri sem vinnur lífdísil úr úrgangsmatarolíu og dýrafitu. Ein framleiðsluafurðin er lífdísill sem ætlaður er til nota á stærri dísilknúin tæki, s.s. skip, strætisvagna, sorpbíla og flutningabíla. Notkun lífdísils frá verksmiðjunni hefur verið prófuð á strætisvögnum og skipum en megin hluta lífdísilsins er blandað í venjulegan dísil. Það sem gerir ferli Orkeyjar einstakt er endurnýting metanóls í framleiðsluferlinu. Lífdísill frá verksmiðjunni er eins umhverfisvænn og mögulegt er og uppfyllir alþjóðlega staðla um lífdísil (EN 14214). 

 

Lífdísilvörur Orkeyjar eru þrjár, brennsluhvati fyrir eldsneytiskerfi, umhverfis- og heilsuvænt íblöndunarefni t.d. í vegklæðingar og lífdísill sem eldsneyti til nota á stærri dísilknúin tæki.

Tengiliðir

Teitur Gunnarsson

Efnaverkfræðingur M.Sc.

teitur@mannvit.is

+354 422 3143