
Kortleggja umhverfisáhrif til að minnka kolefnissporið
Fréttablaðið tók þrjá sérfræðinga Mannvits um lífsferilsg...
Mannvit framkvæmir lífsferilsgreiningar (LCA) með það að markmiði að kortleggja umhverfisáhrif í virðiskeðju vöru eða þjónustu. Lífsferilsgreining, eða vistferilsgreining, er aðferðafræði sem notuð er til að meta staðbundin og hnattræn umhverfisáhrif vöru, byggingar eða þjónustu yfir líftíma hennar; „frá vöggu til grafar“. Hjá Mannviti starfa sérfræðingar í lífsferilsgreiningum og hafa þeir komið að fjölbreyttum verkefnum, svo sem í tengslum við vottun bygginga og skipulags, við greiningu á umhverfisáhrifum bygginga á hönnunarstigi og við mat á innbyggðu kolefni í eldri byggingum.
Með lífsferilsgreiningu er hægt að benda á þá þætti á lífsferli vöru, byggingar eða þjónustu sem valda mestum áhrifum á umhverfið og þar af leiðandi ráðast í aðgerðir til þess að minnka þau áhrif.
Líftímakostnaðargreining er notuð til þess að meta kostnað sem fellur til yfir allan lífsferils vöru, þjónustu eða byggingar. Þar með er talið stofn-, rekstrar-, viðhalds- og förgunarkostnaður. LCC greining samhliða LCA greiningu auðveldar viðskiptavinum að forgangsraða með tilliti til umhverfis- og kostnaðarsjónarmiða. Mannvit framkvæmir LCC greiningar einar eða samhliða öðrum greiningum fyrir sína viðskiptavini.
Lífsferilsgreining er stöðluð aðferðarfræði, sem unnin er samkvæmt alþjóðlegum stöðlum ISO 14040 og ISO 14044 um gerð lífsferilsgreininga. Fyrir byggingargeirann er enn fremur stuðst við evrópska staðla um sjálfbærni í byggingariðnaði, þ.e. EN 15978 um gerð lífsferilsgreininga fyrir byggingar og EN 15804 um gerð umhverfisyfirlýsinga (EPD) fyrir byggingarvöru.
Lífsferilsgreining auðveldar þeim sem að byggingu, vöru eða þjónustu koma að taka upplýstar ákvarðanir með lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi.
Niðurstöður eru settar fram fyrir mismunandi áhrifaflokka og bæði hnattræn og staðbundin áhrif metin: á lofti, á landi eða í sjó. Dæmi um umhverfisáhrifaflokka eru gróðurhúsaáhrif, svifryk og súrnun sjávar.
Umhverfisverkfræðingur M.Sc., Umhverfismál
bergross@mannvit.is
+354 422 3614
Sjálfbær orkufræðingur M.Sc., Bættar byggingar
kristjanv@mannvit.is
+354 422 3214
Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni
mas@mannvit.is
+354 422 3026
Ávinningur lífsferilsgreininga er fjölþættur:
- Samanburður byggingarefna - Hjálpar til við að velja byggingarefni m.t.t. umhverfisáhrifa, endingar og/eða endurvinnanleika
- Miðlun upplýsinga – Lífsferilsgreining auðveldar þeim sem að byggingu, vöru eða þjónustu koma að taka upplýstar ákvarðanir með lágmörkun umhverfisáhrifa að leiðarljósi.
- Umhverfisvottanir - Lífsferilsgreiningar eru hluti af BREEAM vottun fyrir byggingar og skipulag og CEEQUAL vottun fyrir innviði.