Lýsingarhönnun

Mannvit sérhæfir sig í hönnun lýsingarkerfa í allar gerðir mannvirkja. Hjá Mannviti starfa sérhæfðir lýsingarhönnuðir, arkitektar og rafmagnsverkfræðingar að sameiginlegri lausn þar sem skilvirkni, fagurfræði og mannleg nálgun er ávallt höfð að leiðarljósi.

Lýsing er órjúfanlegur þáttur í hinu byggða umhverfi. Starf lýsingarhönnuða Mannvits er að draga fram mikilvægi arkitektúrs, auka sjónræna upplifun og rýmisvitund. Á lýsingarsviði Mannvits er hópur einstaklinga með mismunandi bakgrunn í hönnun sem vinnur að því sameiginlega markmiði að auka gæði lýsingar og betri sjónskilyrða.

Öll lýsingarhönnun er unnin í þrívídd og getur því arkitekt og verkkaupi fylgst vel með frá byrjun verkefna.

Til þess að lýsingarhönnun og arkitektúr haldist í hendur og vinni sem ein heild, er mikilvægt að arkitektónískur lýsingarhönnuður sé með í verkinu frá byrjun.

Lýsingarhönnun - Mannvit.is

Í nútíma íslensku samfélagi er talið að við eyðum um 90% af okkar tíma innandyra.
Á undanförnum árum hafa vísindamenn birt ótal niðurstöður rannsókna sinna sem sýna að vanhugsuð hönnun raflýsingar getur haft neikvæð áhrif á hormónastarfsemi líkamans og ýtt þannig frekar undir sálar- og lífeðlisfræðilega kvilla.

Gæðakröfur

Mannvit starfar eftir stöðluðum gæða-, umhverfis- og vinnuverndarkerfum (ISO 9001, ISO 14001 og ISO 45001). Reynsla Mannvits af kerfunum er árangursríkari rekstur og stjórnun verkefna sem leiðir til meiri gæða, aukins öryggis og ánægðari viðskiptavina. Kerfin hafa aukið umhverfis- og öryggisvitund starfsmanna við hönnun og ráðgjöf og við önnur dagleg störf jafnt í vinnu sem utan.

Tengiliðir

Andri Garðar Reynisson

Arkitekt / Lýsingarhönnuður M.Sc.

andrir@mannvit.is

+354 422 3422

Gunnar Jónsson

Rafiðnfræðingur

gunni@mannvit.is

+354 422 3450

Jens Pétur A. Jensen

Raftæknir

jens@mannvit.is

+354 422 3413