Mælingar og rannsóknir
Mannvit býður upp á mælinga og rannsóknarþjónustu á ýmsum sviðum. Fyrirtækið hefur innan sinna raða reynda og vel þjálfaða sérfræðinga, sem og allan nauðsynlegan búnað til að sinna verkefnum á sviði vatnamælinga, landmælinga, jarðfræði, innivistar og hljóðvistar.

Eigi verkfræðiþjónusta að skila árangri þarf að huga að öllum hliðum verkefnis, frá upphaflegri hugmynd til framkvæmdar. Vettvangsþjónusta eins og landmælingar, jarðfræðilegar og vatnafræðilegar rannsóknir ákvarða þá lykilhönnunarþætti sem nauðsynlegir eru í hverju verkefni fyrir sig. Þegar vettvangsgögnum hefur verið safnað og þau kynnt, getur áætlana-, hönnunar og líkanavinna hafist. Vettvangsrannsóknir og verkfræðihönnun sem er á einni hendi tryggir að upplýsingarnar séu rétt túlkaðar og stuðlar að betri nýtingu þeirra. Þegar þessum fyrstu skrefum er lokið og verkefnið hafið er samhæfingu vettvangsteymis og verkefnateymis viðhaldið til að tryggja góðan árangur verkefnisins.
Dæmigerð verkefni:
- Rennslismælingar í lögnum
- Grunnvatnsmælingar
- Vatnsgæði
- Borholumælingar
- Landmælingar
- Hávaði frá umferð og framkvæmdasvæðum
- Umhverfishávaði
- Hljóðvist í byggingum
- Loftgæðamælingar í húsnæði
- Sýnataka myglu í húsnæði
Mannvit býður upp á mælinga- og rannsóknarþjónustu fyrir allar stærðir verkefna.