Mat á umhverfisáhrifum

Frá setningu laga um mat á umhverfisáhrifum árið 1993 hefur Mannvit verið í fararbroddi þeirra ráðgjafarfyrirtækja sem unnið hafa að mati á umhverfisáhrifum framkvæmda og umhverfismati áætlana.  Helstu verkefnin sem tengjast mati á umhverfisáhrifum eru á sviði stóriðju, vatnsafls- og jarðhitavirkjana, háspennulína, efnistöku og samgöngumannvirkja.  Ávallt er reynt að finna lausnir sem draga úr eða bæta fyrir hugsanleg umhverfisáhrif framkvæmda, bæði á framkvæmda- og rekstrartíma.

Environmental Monitoring Services - Mannvit.is

Starfsfólk Mannvits býr yfir víðtækri reynslu við mat á umhverfisáhrifum.  Þessi reynsla endurspeglast í fjölbreytileika þeirra verkefna sem unnin hafa verið hjá Mannviti á þessu sviði.  Má þar nefna:

 • Álframleiðsla
 • Jarðhitavirkjanir
 • Vatnsaflsvirkjanir
 • Vindmyllur
 • Háspennulínur
 • Samgöngumannvirki
 • Landfyllingar
 • Hafnargerð
 • Kísilgúrvinnsla
 • Snjóflóðavarnir
 • Sorpförgun
 • Efnistaka á landi og í sjó
 • Kísilmálmframleiðsla

Mannvit hefur unnið mat á umhverfisáhrifum nokkurra stærstu framkvæmda á Íslandi í yfir 20 ár og hefur komið að um þriðjungi allra verkefna á þessu sviði á Íslandi - bæði stórum og smáum.

Tengiliðir

Rúnar D. Bjarnason

Fagstjóri umhverfismála

rb@mannvit.is

+354 422 3054

Haukur Einarsson

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál

haukur@mannvit.is

+354 422 3016

Sigríður Dúna Sverrisdóttir

Landslagsarkitekt M.Sc, Umhverfismál

sigridurds@mannvit.is

+354 422 3175

Auður Andrésdóttir

Jarðfræðingur M.Sc. Umhverfismál

audur@mannvit.is

+354 422 3139

Play

Rafræn skýrsla mats á umhverfisáhrifum frá Landsvirkjun