Orku- og innivistarráðgjöf bygginga

Mannvit býður uppá mat á orkunotkun bygginga, hvort sem er á hönnunarstigi eða til þess að bæta úr rekstri og innivist húsnæðis með hermihugbúnaði IDA-ICE. Mikilvægt er fyrir byggingariðnaðinn á Íslandi að huga að orkusparnaði í byggingum og sérfræðingar Mannvits á sviði bygginga og innivistar geta nýtt hugbúnaðinn til þess að meta frammistöðu bygginga og tæknikerfa í hönnunarferlinu svo hægt sé að tryggja sem bestu innivistina fyrir notendur húsnæðisins.

Með notkun á hermihugbúnaði IDA-ICE er hægt að meta alla þessa þætti í hönnunarferlinu sem skilar sér í betri og hagkvæmari byggingu. IDA-ICE er einn sá nákvæmasti og framþróaðasti á markaðinum í dag og styður vel við þá reynslu og þjónustu sem Mannvit býður upp á.

IDA-ICE hugbúnaðurinn tekur inn samspil margra dýnamískra þátta sem viðkemur til dæmis stýrikerfum, tæknikerfum, umhverfi, veðurfari, notendum og auðvitað uppbyggingunni á byggingunni sjálfri. Hugbúnaðurinn hermir þessa þætti saman í þeim tilgangi að reikna út orkunotkun, orkuramma, varma- og kæliþörf, loftgæði og varmavist yfir eitt ár. Með þessum útreikningum getum við borið saman mismunandi úrlausnir svo að markvissar og fullgildar ákvarðanir séu teknar í hönnunarferlinu á byggingunni og öllum tæknikerfum.

EOI for EPCM Contractor in Corbetti, Ethiopia - Mannvit.is

Hugbúnaðurinn býður upp á að flytja gögn frá helstu teikniforritum arkitekta, svo að ekki þarf að eyða tíma í að teikna upp bygginguna að nýju þegar nota á hugbúnaðinn. Hugbúnaðinn nýtist einnig vel við ákveðna útreikninga sem eru nauðsynlegir fyrir ýmis vistvottunarkerfi fyrir byggingar líkt og BREEAM vottun og Svansvottun.

Hugbúnaður sem eykur hagkvæmni

Hugbúnaðurinn virkar þannig að útbúið er líkan af byggingu og kerfum sem er annaðhvort verið að hanna, eða líkan af eldri byggingu sem á að endurbæta með einhverjum hætti. Hugbúnaðurinn hermir eftir ytra og innra álagi sem miðað við núverandi hönnun og í kjölfarið geta sérfræðingar Mannvits metið frammistöðu byggingarinnar.

Það eru margir þættir í ytra og innra álaginu sem þarf að taka tillit til þegar byggingin er sett upp í hugbúnaðinn, líkt og mismunandi byggingarhlutar og efnisval, álag frá notendum, lýsingu, búnaði, tæknikerfi, staðsetningu, umhverfi, veðri og fleira. Einnig er hægt er að setja inn hið sérstaka íslenska veðurfar í hugbúnaðinn. Mikilvægt er að geta metið alla þessa þætti svo hægt sé að velja hagkvæmustu og bestu lausnina fyrir bestu fjárfestinguna.

Fyrir frekari upplýsingar eða til þess að óska eftir tilboði 
Alma D. Ívarsdóttir
Byggingarverkfræðingur M.Sc., Lagnir og loftræsting
almai@mannvit.is - 422 3000.

„Við getum t.d. metið á skilvirkan hátt hvaða gler hentar best við með tilliti til sólarálags, orkusparnaðar og hvernig tæknikerfin þurfa að vera hönnuð til að tryggja góða varmavist við ákveðið álag frá fólki, búnaði og veðri.“ 
Alma D. Ívarsdóttir, Byggingarverkfræðingur M.Sc.

Tengiliðir

Eggert Aðalsteinsson

Fagstjóri Lagnir og loftræsting

eggert@mannvit.is

+354 422 3127

Alma D. Ívarsdóttir

Fagstjóri, Bættar byggingar

almai@mannvit.is

+354 422 3065