Orkufrekur iðnaður

Sérfræðingar Mannvits hafa sinnt öllum helstu verkþáttum við undirbúning, byggingu og ráðgjöf við rekstur tengdum orkufrekum iðnaði á Íslandi. Þar má nefna mat á umhverfisáhrifum, umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun, hagkvæmniathuganir, áætlanagerð, undirbúningsrannsóknir, hönnun mannvirkja og búnaðar.

Sérfræðingar okkar leysa jafnframt fjölbreytt verkefni í vélahönnun, stýringum, þróun tæknilausna og verkefnastjórnun í iðnaði.

Stærri verkefnum í áliðnaði er meðal annars sinnt af dótturfélagi okkar, HRV (www.hrv.is). HRV og Mannvit búa að mjög sérhæfðri tækniþekkingu til að veita áliðnaðinum þjónustu, innanlands sem utan

Mannvit-dagur4- _DSC7518.jpg

Meðal verkefna má nefna Fjarðaál á Reyðarfirði í samvinnu við Bechtel, álverið í Straumsvík, álver Norðuráls og járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga. 

Tengiliðir

Skapti Valsson

Sviðsstjóri Rafmagns- og upplýsingatæknisviðs

skapti@mannvit.is

+354 422 3429

Gunnar Sverrir Gunnarsson

Sviðsstjóri véla og iðnaðarferla

gunnarsv@mannvit.is

+354 422 3088

Ásgeir Kristinn Sigurðsson

Fagstjóri Rafkerfi

asgeirkr@mannvit.is

+354 422 3426