Orkufrekur iðnaður
Sérfræðingar Mannvits hafa sinnt öllum helstu verkþáttum við undirbúning, byggingu og ráðgjöf við rekstur tengdum orkufrekum iðnaði á Íslandi. Þar má nefna mat á umhverfisáhrifum, umhverfisrannsóknir og umhverfisvöktun, hagkvæmniathuganir, áætlanagerð, undirbúningsrannsóknir, hönnun mannvirkja og búnaðar.
Sérfræðingar okkar leysa jafnframt fjölbreytt verkefni í vélahönnun, stýringum, þróun tæknilausna og verkefnastjórnun í iðnaði.
Stærri verkefnum í áliðnaði er meðal annars sinnt af dótturfélagi okkar, HRV (www.hrv.is). HRV og Mannvit búa að mjög sérhæfðri tækniþekkingu til að veita áliðnaðinum þjónustu, innanlands sem utan

Meðal verkefna má nefna Fjarðaál á Reyðarfirði í samvinnu við Bechtel, álverið í Straumsvík, álver Norðuráls og járnblendiverksmiðja Elkem á Grundartanga.