Öryggis- og umhverfisstjóri til leigu

Öryggis- og umhverfismál geta verið tímafrek og kalla á faglega þekkingu. Umhverfis- og öryggisvitund í samfélaginu fer sífellt vaxandi, og samhliða samfélags- og lagalegar kröfur á að fyrirtæki og stofnanir sinni þessum málum á faglegan máta. Kröfurnar geta verið íþyngjandi fyrir lítil og meðalstór fyrirtæki.

Í mörgum tilfellum getur það verið hagur fyrirtækja að láta utanumhald öryggis- og umhverfismála að öllu eða einhverju leyti í hendurnar á utanaðkomandi sérfræðingum. Slíkt fyrirkomulag gefur fyrirtækjum frekara rými til að einbeita sér að kjarnastarfsemi. Mannvit býður fyrirtækjum þann kost að leigja öryggis- og umhverfisstjóra og/eða fá aðstoð við ákveðin verkefni, föst eða tímabundin.

Dæmi um verkefni:

    • Námskeið í öryggismálum
    • Áhættugreining starfa
    • Innri úttektir og skilgreining vöktunarþátta
    • ÖHU áætlanir
    • Innleiðing, utanumhald og rekstur stjórnkerfa (ISO 14001, OHSAS 18001, ISO 45001)

Umfang og kostnaður er í samræmi við þarfir viðskiptavinar.

Mannvit starfar eftir stöðluðum gæða-, umhverfis- og vinnuverndarkerfum (ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001). Reynsla Mannvits af kerfunum er árangursríkari rekstur og stjórnun verkefna sem leiðir til meiri gæða, aukins öryggis og ánægðari viðskiptavina. Kerfin hafa aukið umhverfis- og öryggisvitund starfsmanna við hönnun og ráðgjöf og við önnur dagleg störf jafnt í vinnu sem utan.

Öryggis- og umhverfisstjóri til leigu - Mannvit.is

Tengiliðir

Þór Tómasson

Efnaverkfræðingur, M.Sc.

thort@mannvit.is

+354 422 3225

María Stefánsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni

mas@mannvit.is

+354 422 3026