Öryggis- og umhverfisstjórnun

Með umhverfis- og öryggisstjórnun er á kerfisbundinn hátt haldið utan um þær kröfur sem fyrirtæki og verkefni þurfa að uppfylla varðandi umhverfis-, öryggis- og vinnuverndarmál. Á undanförnum árum hefur það færst í vöxt að fyrirtæki samþætti umhverfis- og öryggisstarf við aðra þætti í stjórnun fyrirtækja eins og gæðastjórnun.

Mannvit mynd 7 - Mannvit.is

Mannvit starfar eftir stöðluðum gæða-, umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfum, ISO 9001, ISO 14001 og OHSAS 18001. Reynsla Mannvits af kerfunum er árangursríkari rekstur og stjórnun verkefna sem leiðir til meiri gæða og ánægðari viðskiptavina. Einnig hafa umhverfis- og öryggisstjórnunarkerfin aukið umhverfis- og öryggisvitund starfsmanna við hönnun og ráðgjöf og við önnur dagleg störf jafnt í vinnu sem utan.

Eru öryggis- og umhverfismál í lagi í þínu fyrirtæki?

Tengiliðir

Ársæll Þorsteinsson

Vélaverkfræðingur C.Sc. Vélbúnaður og efnaferli

arsaell@mannvit.is

+354 422 3760

Þór Tómasson

Efnaverkfræðingur, M.Sc.

thort@mannvit.is

+354 422 3225

María Stefánsdóttir

Umhverfisverkfræðingur M.Sc. Umhverfismál og sjálfbærni

mas@mannvit.is

+354 422 3026

Ávinningur af rekstri stjórnunarkerfa er mikill. Það dregur úr áhættu að halda á kerfisbundinn hátt utan um kröfur sem gerðar eru til fyrirtækisins og verkefna auk þess sem rekstrarkostnaður lækkar og frammistaða batnar á mörgum sviðum. Bætt frammistaða hefur jákvæð áhrif á traust viðskiptavina, orðspor og ímynd fyrirtækisins og öryggi og heilsu starfsmanna.

Innleiðing umhverfis- og öryggisstjórnunar felur í sér eftirfarandi þætti:

Stefnumótun
Í upphafi er mörkuð stefna í viðkomandi málaflokkum þar sem skuldbinding stjórnenda er skjalfest. Mannvit aðstoðar fyrirtæki við að móta stefnu, markmið og leiðir fyrirtækið að markmiðum.

Greining
Mannvit aðstoðar fyrirtæki við greiningu á stöðu mála með tilliti til viðeigandi öryggis-, vinnuverndar- og umhverfisþátta og krafna sem eiga við um viðkomandi starfsemi. Má þar nefna lög, reglugerðir og leyfi sem starfsemin er háð varðandi umhverfis- og öryggismál en einnig aðrar kröfur sem gerðar eru til fyrirtækis með stefnumörkun og samningum við viðskiptavini eða birgja.

Skráning. Byggt á niðurstöðu greiningar býður Mannvit upp á ráðgjöf og þjónustu við skráningu verkferla og leiðbeininga með það að markmiði að draga úr áhættu í rekstri og bætta frammistöðu í málaflokkunum.

Til að viðhalda öflugum kerfum byggjast slík kerfi á eftirfarandi þáttum:

Stöðugar umbætur og fræðsla
Til að innleiða breytt verklag og nýjar áherslur í fyrirtækjum er þjálfun og fræðsla starfsfólks mikilvæg. Með því er verið að tryggja virkni kerfanna til framtíðar og að stöðugt sé unnið að umbótum til að bæta frammistöðu fyrirtækis. Mannvit aðstoðar við skipulag og framsetningu fræðslu til starfsmanna ásamt því að veita ráðgjöf varðandi öruggar og vistvænar lausnir.

Vöktun og mat á frammistöðu
Mat á frammistöðu er nauðsynlegt til að viðhalda góðu starfi og stöðugum umbótum. Mannvit veitir ráðgjöf um vöktun frammistöðu og aðstoðar við framsetningu árlegrar skýrslu um árangur fyrirtækis í rekstri umhverfis- og/eða öryggisstjórnunarkerfa.